Ofnæmiskvef skerðir lífsgæði yfir sumartímann Alvogen 29. júní 2021 08:45 Alvogen býður uppá breytt úrval af lyfjum í lausasölu við ofnæmiskvefi. Einstaklingsbundið getur verið hvaða meðferð hefur bestan ávinning. Árstíðabundið ofnæmiskvef (e. allergic rhinitis) er ofnæmi sem bundið er við árstíð og þar sem einkenninn minna á kvefeinkenni þar sem ofnæmið veldur bólgu í nefgöngum. Algengasta árstíðabundna ofnæmið er ofnæmi fyrir grasfrjókornum yfir sumartímann. Frjókornin geta þó einnig verið frá súrum, birki, fíflum eða sporum frá myglu og sveppum og fleira. Einkenni frjókornaofnæmis koma fyrst og fremst fram í nefi, augum og munni. Einkennin geta verið mjög hvimleið og valdið skertum lífsgæðum yfir sumartímann eða þann tíma sem frjókornin eru á lofti. Tímabil frjókornaofnæmis er yfirleitt frá maí og getur verið allt fram í september en magn frjókorna í andrúmsloftinu fer mikið eftir veðri. Í rigningu er minna magn frjókorna í loftinu en þegar þurrt og vindasamt er í veðri. Unnur Sverrisdóttir lyfjafræðingur hjá Alvogen. Í ofnæmi ræðst ónæmiskerfið á hættulausa ofnæmisvalda eins og frjókorn. Frumur ónæmiskerfisins bregðast við frjókornunum með kröftugu ónæmissvari og losa ýmis efni eins og t.d. histamín sem valda ofnæmiseinkennum. Einkennin eru háð frjómagni í lofti og versna ef mikið er af frjókornum í lofti. Einkenni frjókornaofnæmis frá augum, munni og nefi kallast ofnæmiskvef eins og fram kom hér að framan. Einkennin eru til að mynda nefstífla, nefrennsli, tárarennsli, hnerri, hósti og kláði eða sviði í munni, nefi og augum. Einnig getur fólk með ofnæmi fundið fyrir óvenju mikilli þreytu. Ýmis lyf má finna í lausasölu við ofnæmiskvefi, bæði lyf til inntöku og nefsprey. Lyf til inntöku eru andhistamín lyf þ.e. þau hindra áhrif histamíns í líkamanum. Eldri andhistamín lyf geta farið yfir í miðtaugakerfið og valdið slævandi áhrifum en nýrri andhistamín lyfin komast ekki yfir í miðtaugakerfið og geta því ekki valdið slævandi áhrifum. Nefspreyin innihalda mörg hver stera en sterar hafa bólgueyðandi áhrif og draga úr ofnæmisviðbragðinu. Kostur nefspreyja er m.a. að verkunin er staðbundin en ekki altæk eins og töflur til inntöku. Alvogen býður upp á breytt úrval af lyfjum í lausasölu við ofnæmiskvefi. Einstaklingsbundið getur verið hvaða meðferð hefur bestan ávinning. Desloratadine Alvogen Desloratadine Alvogen er andhistamín lyf og inniheldur virka efnið deslóratadín (5 mg). Það dregur úr einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Desloratadine Alvogen eru munndreifitöflur sem leysast uppí munninum. Taka skal eina töflu á dag á meðan einkenna er vart eða yfir sumartímann. Deslóratadín kemst ekki yfir í miðtaugakerfið og getur því ekki haft slævandi áhrif. Hjá sjúklingum með ofnæmisnefkvef hefur deslóratadín reynst árangursríkt við að draga úr einkennum eins og hnerra, nefrennsli og kláða, ásamt augnkláða, tárarennsli og roða í augum og kláða í efri gómi. Hægt er að fá Desloratadine Alvogen bæði í 30 og 100 stk pakkningu í lausasölu. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. DES.L.A.2021.0010.01. Cetirizine Alvogen (eldra heiti Cetirizine ratiopharm) Cetirizine Alvogen/ratiopharm er einnig andhistamín lyf eins og Desloratadine Alvogen. Cetirizine Alvogen/ratiopharm eru töflur sem innihalda virka efnið cetirizin (10 mg). Það dregur úr einkennum frá nefi og augum hjá þeim sem hafa árstíðabundið ofnæmiskvef og dregur úr einkennum ofsakláða. Cetirizine Alvogen/ratiopharm skal taka einu sinni á dag. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að í þeim skömmtum sem mælt er með hefur ceitrizin minniháttar áhrif á miðtaugakerfið. Ef einstaklingur er næmur fyrir slævandi aukaverkunum er mælt með að taka töfluna að kvöldi fyrir svefn til að lágmarka slævandi áhrif. Sýnt hefur verið fram á að cetirizin í ráðlögðum skömmtum bætir lífsgæði sjúklinga með árstíðabundið ofnæmiskvef. Hægt er að fá Cetirizine Alvogen/ratiopharmí 10, 30 og 100 stk pakkningum í lausasölu. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. CET.L.A.2021.0002.01. Kalmente Kalmente er steranefsprey sem inniheldur sterann mómetasónfúróat (50 míkróg/skammt). Kalmente nefúði er ætlaður til meðferðar við einkennum árstíðabundins ofnæmiskvefs eða stöðugs ofnæmiskvefs hjá fullorðnum. Mómetasonfúróat hamlar losun efna sem leysa ofnæmisviðbrögð úr læðingi og vinnur þannig gegn ofnæmi. Nota skal Kalmente einu sinni á sólarhring. Venjulegur ráðlagður skammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á sólarhring. Þegar sjúkdómseinkennin hafa lagast má minnka skammtinn í einn úðaskammt í hvora nös einu sinni á sólarhring til að viðhalda meðferðinni. Það getur tekið nokkra daga fyrir fulla verkun af lyfinu að nást. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. KAL.L.A.2021.0007.01. Nasofan Nasofan er einnig steranefsprey sem inniheldur sterann flútíkasónprópíónat (50 míkróg/skammt). Nasofan nefúði er ætlaður til meðferðar við árstíðabundnu ofnæmiskvefi. Nasofan hefur hamlandi áhrif á ýmis efni sem valda ofnæmisviðbragði. Ráðlagður skammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag, helst að morgni. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota tvo úðaskammta í hvora nös tvisvar á dag. Þegar stjórn hefur náðst á einkennum má nota viðhaldsskammt, sem er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Ef einkenni koma fram að nýju má auka skammt í samræmi við það. Fullur ávinningur af meðferð með Nasofan nefúða næst oft ekki fyrr en lyfið hefur verið notað í nokkra daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. NAS.L.A.2021.0002.01. Heilsa Ferðalög Lyf Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Árstíðabundið ofnæmiskvef (e. allergic rhinitis) er ofnæmi sem bundið er við árstíð og þar sem einkenninn minna á kvefeinkenni þar sem ofnæmið veldur bólgu í nefgöngum. Algengasta árstíðabundna ofnæmið er ofnæmi fyrir grasfrjókornum yfir sumartímann. Frjókornin geta þó einnig verið frá súrum, birki, fíflum eða sporum frá myglu og sveppum og fleira. Einkenni frjókornaofnæmis koma fyrst og fremst fram í nefi, augum og munni. Einkennin geta verið mjög hvimleið og valdið skertum lífsgæðum yfir sumartímann eða þann tíma sem frjókornin eru á lofti. Tímabil frjókornaofnæmis er yfirleitt frá maí og getur verið allt fram í september en magn frjókorna í andrúmsloftinu fer mikið eftir veðri. Í rigningu er minna magn frjókorna í loftinu en þegar þurrt og vindasamt er í veðri. Unnur Sverrisdóttir lyfjafræðingur hjá Alvogen. Í ofnæmi ræðst ónæmiskerfið á hættulausa ofnæmisvalda eins og frjókorn. Frumur ónæmiskerfisins bregðast við frjókornunum með kröftugu ónæmissvari og losa ýmis efni eins og t.d. histamín sem valda ofnæmiseinkennum. Einkennin eru háð frjómagni í lofti og versna ef mikið er af frjókornum í lofti. Einkenni frjókornaofnæmis frá augum, munni og nefi kallast ofnæmiskvef eins og fram kom hér að framan. Einkennin eru til að mynda nefstífla, nefrennsli, tárarennsli, hnerri, hósti og kláði eða sviði í munni, nefi og augum. Einnig getur fólk með ofnæmi fundið fyrir óvenju mikilli þreytu. Ýmis lyf má finna í lausasölu við ofnæmiskvefi, bæði lyf til inntöku og nefsprey. Lyf til inntöku eru andhistamín lyf þ.e. þau hindra áhrif histamíns í líkamanum. Eldri andhistamín lyf geta farið yfir í miðtaugakerfið og valdið slævandi áhrifum en nýrri andhistamín lyfin komast ekki yfir í miðtaugakerfið og geta því ekki valdið slævandi áhrifum. Nefspreyin innihalda mörg hver stera en sterar hafa bólgueyðandi áhrif og draga úr ofnæmisviðbragðinu. Kostur nefspreyja er m.a. að verkunin er staðbundin en ekki altæk eins og töflur til inntöku. Alvogen býður upp á breytt úrval af lyfjum í lausasölu við ofnæmiskvefi. Einstaklingsbundið getur verið hvaða meðferð hefur bestan ávinning. Desloratadine Alvogen Desloratadine Alvogen er andhistamín lyf og inniheldur virka efnið deslóratadín (5 mg). Það dregur úr einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Desloratadine Alvogen eru munndreifitöflur sem leysast uppí munninum. Taka skal eina töflu á dag á meðan einkenna er vart eða yfir sumartímann. Deslóratadín kemst ekki yfir í miðtaugakerfið og getur því ekki haft slævandi áhrif. Hjá sjúklingum með ofnæmisnefkvef hefur deslóratadín reynst árangursríkt við að draga úr einkennum eins og hnerra, nefrennsli og kláða, ásamt augnkláða, tárarennsli og roða í augum og kláða í efri gómi. Hægt er að fá Desloratadine Alvogen bæði í 30 og 100 stk pakkningu í lausasölu. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. DES.L.A.2021.0010.01. Cetirizine Alvogen (eldra heiti Cetirizine ratiopharm) Cetirizine Alvogen/ratiopharm er einnig andhistamín lyf eins og Desloratadine Alvogen. Cetirizine Alvogen/ratiopharm eru töflur sem innihalda virka efnið cetirizin (10 mg). Það dregur úr einkennum frá nefi og augum hjá þeim sem hafa árstíðabundið ofnæmiskvef og dregur úr einkennum ofsakláða. Cetirizine Alvogen/ratiopharm skal taka einu sinni á dag. Klínískar rannsóknir hafa sýnt að í þeim skömmtum sem mælt er með hefur ceitrizin minniháttar áhrif á miðtaugakerfið. Ef einstaklingur er næmur fyrir slævandi aukaverkunum er mælt með að taka töfluna að kvöldi fyrir svefn til að lágmarka slævandi áhrif. Sýnt hefur verið fram á að cetirizin í ráðlögðum skömmtum bætir lífsgæði sjúklinga með árstíðabundið ofnæmiskvef. Hægt er að fá Cetirizine Alvogen/ratiopharmí 10, 30 og 100 stk pakkningum í lausasölu. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. CET.L.A.2021.0002.01. Kalmente Kalmente er steranefsprey sem inniheldur sterann mómetasónfúróat (50 míkróg/skammt). Kalmente nefúði er ætlaður til meðferðar við einkennum árstíðabundins ofnæmiskvefs eða stöðugs ofnæmiskvefs hjá fullorðnum. Mómetasonfúróat hamlar losun efna sem leysa ofnæmisviðbrögð úr læðingi og vinnur þannig gegn ofnæmi. Nota skal Kalmente einu sinni á sólarhring. Venjulegur ráðlagður skammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á sólarhring. Þegar sjúkdómseinkennin hafa lagast má minnka skammtinn í einn úðaskammt í hvora nös einu sinni á sólarhring til að viðhalda meðferðinni. Það getur tekið nokkra daga fyrir fulla verkun af lyfinu að nást. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. KAL.L.A.2021.0007.01. Nasofan Nasofan er einnig steranefsprey sem inniheldur sterann flútíkasónprópíónat (50 míkróg/skammt). Nasofan nefúði er ætlaður til meðferðar við árstíðabundnu ofnæmiskvefi. Nasofan hefur hamlandi áhrif á ýmis efni sem valda ofnæmisviðbragði. Ráðlagður skammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag, helst að morgni. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota tvo úðaskammta í hvora nös tvisvar á dag. Þegar stjórn hefur náðst á einkennum má nota viðhaldsskammt, sem er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Ef einkenni koma fram að nýju má auka skammt í samræmi við það. Fullur ávinningur af meðferð með Nasofan nefúða næst oft ekki fyrr en lyfið hefur verið notað í nokkra daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. NAS.L.A.2021.0002.01.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. DES.L.A.2021.0010.01.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. CET.L.A.2021.0002.01.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. KAL.L.A.2021.0007.01.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfin á www.serlyfjaskra.is. NAS.L.A.2021.0002.01.
Heilsa Ferðalög Lyf Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira