Ryðjum heimatilbúnum hindrunum úr vegi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 24. júní 2021 07:01 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun