Þetta kemur fram á síðunni covid.is sem uppfærð var núna klukkan 11, en hún var síðast uppfærð á mánudag.
Tólf eru nú í einangrun samanborið við fimmtán á mánudag og þá eru 78 nú í sóttkví samanborið við 41 á mánudag.
Frá mánudegi hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum. Átta greindust með mótefni og einn bíður eftir mótefnamælingu.
Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita er nú 1,6 en 3,8 á landamærum.
Fullbólusettir hér á landi eru nú 166.490 talsins.