Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs haldin á Akranesi og á netinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2021 12:30 Stilla úr Adolescentes, Nýjar alþjóðlegar heimildarmyndir verða sýndar á heimildarmyndahátíðinni IceDocs sem fer nú fram á Akranesi. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Auk sýninga á heimildarmyndum verður boðið upp á ýmsa viðburði, meðal annars tónleika með Gugusar, DJ Sturla Atlas þeytir skífum, pöbb kviss með Niels Thibaud Girerd, uppistand með Nick Jameson og heimildamyndasmiðja fyrir börn. Frú Eliza Reid opnaði hátíðina í gær. en opnunarmyndin var Crock of Gold: A few rounds with Shane McGowan sem hefur slegið rækilega í gegn á árinu. Myndin er eftir Julien Temple og er framleidd af Johnny Depp. Í henni er sögu tónlistarmannsins Shanes McGowans er fléttað saman við sögu Írlands og sjálfstæðisbaráttu Norður-Íra. Njóttu heima í stofu Aðgangur á allar myndirnar á IceDocs er ókeypis en það þarf að taka frá sæti á www.icedocs.is Einnig er hægt að kaupa passa eða stakan aðgang að flestum myndum á netinu og njóta að heiman. Hátíðin er aðgengileg á netinu til 7. júlí. Athugið að aðgangur að sumum myndum er takmarkaður og það getur selst upp á sýningar á netinu. Á sunnudagskvöldið verður sérsýning á myndinni Summer of Soul (or, When the Revolution Could Not Be Televised). Myndin hlaut bæði aðalverðlaun og áhorfendaverðlaun í flokki bandarískra heimildamynda á Sundance hátíðinni. Myndin er ekki hluti af netútgáfu IceDocs. „Sama sumar og Woodstock-hátíðin var haldin sóttu yfir 300.000 manns Menningarhátíð Harlem, sem fagnaði menningu og tónlist Bandaríkjamanna af afrískum ættum. Myndefni frá hátíðinni sat óhreyft í kjallara í meir en 50 ár og þannig féll atburðurinn í gleymskunnar dá—þar til nú,“ segir um sunnudagsmyndina. Summer of Soul. Hér fyrir neðan má lesa meira um nokkrar myndir sem sýndar eru á hátíðinni. All light everywhere eftir Theo Anthony fjallar um hvernig myndavélar eru að breyta okkar daglega lífi. Er nokkur linsa hlutlaus? Eftirlitsmyndavélar eru hluta af okkar daglega lífi og búkmyndavélar lögreglu virðast vera að valda samfélagsbreytingum, í samfélagi þar sem allir eru vopnaðir myndavél. Rannsókn á sameiginlegri frásögn myndavéla, vopna, löggæslu og réttlætis. President frá Danmörku er eftir Camillu Nielsen og vann til verðlauna á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Hún fjallar um forsetakosningar í Zimbabve og hefur hlotið mikið lof. The Wall of Shadows frá Póllandi er eftir Elizu Kubarska og Moniku Braid og er áhrifamikil mynd um pólska fjallagarpa sem fá sherpa sér til leiðsagnar í göngu upp á heilagt fjall í Nepal. Adolescentes frá Frakklandi er eftir Sébastien Lifshitz og var valin besta heimildarmyndin á César-verðlaununum frönsku í ár. Hún fjallar um samband tveggja unglingsstúlkna af ólíkum uppruna og fylgir lífi þeirra eftir í nokkur ár. Lost Boys frá Finnlandi er eftir Sadri Cetinkaya og Joonas Neuvonen og ein tekjuhæsta heimildarmynd allra tíma í Finnlandi. Hún þykir vera einhverskonar blanda af Werner Herzog og Gaspar Noé og segir af nokkrum körlum sem fara í ferðalag um Kambódíu sem einkennist af taumlausri eiturlyfjanotkun og samneyti við vændiskonur. Ekki fyrir viðkvæma. Heimsfrumsýning á IceDocs á laugardagskvöldið: Life is drag. Fylgst er með Le Filip, Shigo LaDurée and Cookie Kunty, þrem goðsagnakenndum persónum meðal drag-drottninga Parísar árið 2020. Sögur þeirra og draumar veita innsýn í menningarkima og samfélag sem hefur komið sérstaklega illa undan Covid-krísunni. Myndin er heimsfrumsýnd á IceDocs í samstarfi við franska sendiráðið. The Mole Agent: Einkaspæjari í Síle ræður mann til starfa sem flugumann á elliheimili en skjólstæðingur hans grunar starfsmenn þar um illa meðferð á öldruðum. Hugljúf hugleiðing um öldrun og mannlega tengingu sem veitir innsýn í veröld sem er í eðli sínu lokuð almenningi. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. Gunda eftir Viktor Kossakovsky og framleidd af Joaquin Phoenix. Sýning i samstarfi við Samtök grænkera á Íslandi og matur í boði fyrir sýningu. Gunda fjallar um gyltuna Gundu og hefur vakið sterk viðbrögð. Umræður að lokinni sýningu. Upplýsingar um fleiri myndir á hátíðinni eru á www.icedocs.is Valin myndbrot frá Ísland á filmu sýnd í Akranesvita á hátíðinni: Undanfarin ár hefur starfsfólk Kvikmyndasafns Íslands unnið hörðum höndum að því að stafvæða eldri myndbrot sem til eru á safninu. Á vefnum Ísland á filmu sem opnaði nýlega er er að finna sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafnsins allt frá árinu 1906 til okkar daga. Vefurinn er sérlega notendavænn en þar geta notendur til að mynda valið að sjá myndbrot eftir landssvæðum. Ísland á filmu er samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Kvikmyndamiðstöðvar Danmerkur (Dansk Filmistitut/Filmcentralen), sem heldur úti sambærilegum vef. https://filmcentralen.dk/museum/island-paa-film Akranes Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Auk sýninga á heimildarmyndum verður boðið upp á ýmsa viðburði, meðal annars tónleika með Gugusar, DJ Sturla Atlas þeytir skífum, pöbb kviss með Niels Thibaud Girerd, uppistand með Nick Jameson og heimildamyndasmiðja fyrir börn. Frú Eliza Reid opnaði hátíðina í gær. en opnunarmyndin var Crock of Gold: A few rounds with Shane McGowan sem hefur slegið rækilega í gegn á árinu. Myndin er eftir Julien Temple og er framleidd af Johnny Depp. Í henni er sögu tónlistarmannsins Shanes McGowans er fléttað saman við sögu Írlands og sjálfstæðisbaráttu Norður-Íra. Njóttu heima í stofu Aðgangur á allar myndirnar á IceDocs er ókeypis en það þarf að taka frá sæti á www.icedocs.is Einnig er hægt að kaupa passa eða stakan aðgang að flestum myndum á netinu og njóta að heiman. Hátíðin er aðgengileg á netinu til 7. júlí. Athugið að aðgangur að sumum myndum er takmarkaður og það getur selst upp á sýningar á netinu. Á sunnudagskvöldið verður sérsýning á myndinni Summer of Soul (or, When the Revolution Could Not Be Televised). Myndin hlaut bæði aðalverðlaun og áhorfendaverðlaun í flokki bandarískra heimildamynda á Sundance hátíðinni. Myndin er ekki hluti af netútgáfu IceDocs. „Sama sumar og Woodstock-hátíðin var haldin sóttu yfir 300.000 manns Menningarhátíð Harlem, sem fagnaði menningu og tónlist Bandaríkjamanna af afrískum ættum. Myndefni frá hátíðinni sat óhreyft í kjallara í meir en 50 ár og þannig féll atburðurinn í gleymskunnar dá—þar til nú,“ segir um sunnudagsmyndina. Summer of Soul. Hér fyrir neðan má lesa meira um nokkrar myndir sem sýndar eru á hátíðinni. All light everywhere eftir Theo Anthony fjallar um hvernig myndavélar eru að breyta okkar daglega lífi. Er nokkur linsa hlutlaus? Eftirlitsmyndavélar eru hluta af okkar daglega lífi og búkmyndavélar lögreglu virðast vera að valda samfélagsbreytingum, í samfélagi þar sem allir eru vopnaðir myndavél. Rannsókn á sameiginlegri frásögn myndavéla, vopna, löggæslu og réttlætis. President frá Danmörku er eftir Camillu Nielsen og vann til verðlauna á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Hún fjallar um forsetakosningar í Zimbabve og hefur hlotið mikið lof. The Wall of Shadows frá Póllandi er eftir Elizu Kubarska og Moniku Braid og er áhrifamikil mynd um pólska fjallagarpa sem fá sherpa sér til leiðsagnar í göngu upp á heilagt fjall í Nepal. Adolescentes frá Frakklandi er eftir Sébastien Lifshitz og var valin besta heimildarmyndin á César-verðlaununum frönsku í ár. Hún fjallar um samband tveggja unglingsstúlkna af ólíkum uppruna og fylgir lífi þeirra eftir í nokkur ár. Lost Boys frá Finnlandi er eftir Sadri Cetinkaya og Joonas Neuvonen og ein tekjuhæsta heimildarmynd allra tíma í Finnlandi. Hún þykir vera einhverskonar blanda af Werner Herzog og Gaspar Noé og segir af nokkrum körlum sem fara í ferðalag um Kambódíu sem einkennist af taumlausri eiturlyfjanotkun og samneyti við vændiskonur. Ekki fyrir viðkvæma. Heimsfrumsýning á IceDocs á laugardagskvöldið: Life is drag. Fylgst er með Le Filip, Shigo LaDurée and Cookie Kunty, þrem goðsagnakenndum persónum meðal drag-drottninga Parísar árið 2020. Sögur þeirra og draumar veita innsýn í menningarkima og samfélag sem hefur komið sérstaklega illa undan Covid-krísunni. Myndin er heimsfrumsýnd á IceDocs í samstarfi við franska sendiráðið. The Mole Agent: Einkaspæjari í Síle ræður mann til starfa sem flugumann á elliheimili en skjólstæðingur hans grunar starfsmenn þar um illa meðferð á öldruðum. Hugljúf hugleiðing um öldrun og mannlega tengingu sem veitir innsýn í veröld sem er í eðli sínu lokuð almenningi. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. Gunda eftir Viktor Kossakovsky og framleidd af Joaquin Phoenix. Sýning i samstarfi við Samtök grænkera á Íslandi og matur í boði fyrir sýningu. Gunda fjallar um gyltuna Gundu og hefur vakið sterk viðbrögð. Umræður að lokinni sýningu. Upplýsingar um fleiri myndir á hátíðinni eru á www.icedocs.is Valin myndbrot frá Ísland á filmu sýnd í Akranesvita á hátíðinni: Undanfarin ár hefur starfsfólk Kvikmyndasafns Íslands unnið hörðum höndum að því að stafvæða eldri myndbrot sem til eru á safninu. Á vefnum Ísland á filmu sem opnaði nýlega er er að finna sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafnsins allt frá árinu 1906 til okkar daga. Vefurinn er sérlega notendavænn en þar geta notendur til að mynda valið að sjá myndbrot eftir landssvæðum. Ísland á filmu er samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Kvikmyndamiðstöðvar Danmerkur (Dansk Filmistitut/Filmcentralen), sem heldur úti sambærilegum vef. https://filmcentralen.dk/museum/island-paa-film
Akranes Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira