England sleppur við hin fimm bestu liðin Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 13:00 Englendingar eiga fyrir höndum stórleik gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. Getty/Mike Egerton Ef England kemst í úrslitaleik EM mun liðið gera það án þess að þurfa að mæta neinu af hinum fimm bestu liðum Evrópu, samkvæmt styrkleikalista FIFA. Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Sextán liða úrslit EM hefjast á morgun og leið hvers liðs fyrir sig að titlinum liggur nú að vissu leyti fyrir. Samkvæmt flestum veðbönkum og tölfræðiveitum eru Frakkar líklegastir til að landa titlinum en ljóst er að leið þeirra að titlinum er afar erfið og sumir telja Englendinga nú líklegasta. Liðin sextán raðast þannig niður að Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, sem eru fimm af sex bestu liðum Evrópu samkvæmt heimslistanum, eru meðal átta þjóða sem berjast um eitt sæti í úrslitaleiknum. Svona er leið hvers liðs fyrir sig að Evrópumeistaratitlinum. Á meðal hinna átta þjóðanna eru England og Þýskaland sem mætast í sannkölluðum stórleik á Wembley. England er þriðja sterkasta landslið Evrópu samkvæmt styrkleikalista FIFA, á eftir Belgíu og Frakklandi, en Þýskaland er í 8. sæti. Sigurliðið í leik Englands og Þýskalands mætir svo sigurliðinu úr leik Svíþjóðar og Úkraínu, sem eru í 13. og 16. sæti yfir bestu landslið Evrópu. Komist Englendingar í undanúrslit mæta þeir þar Hollandi, Tékklandi, Wales eða Danmörku. 16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína Tölfræðiveitan Gracenote segir að Englendingar séu nú líklegastir til að landa titlinum. Það er ekki bara vegna þess að liðið losni við að mæta nokkrum af allra hæst skrifuðu liðunum heldur spilar England á heimavelli á þriðjudaginn auk þess sem undanúrslitin og úrslitin fara einnig fram á Wembley. Líklegustu Evrópumeistararnir samkvæmt Gracenote. Líklegustu úrslitaleikir EM samkvæmt Gracenote: Líkur Leikur Líkur Leikur 7.0% Belgía - England 3.6% Frakkland - Holland 5.9% Frakkland - England 3.4% Portúgal - England 5.2% Ítalía - England 3.1% Belgía - Danmörk 4.3% Spánn - England 3.1% Ítalía - Holland 4.2% Belgía - Holland 2.9% Belgía - Svíþjóð Samkvæmt flestum veðbönkum eru Frakkar þó líklegastir til að verða Evrópumeistarar. Tölfræðiveitan Opta Sports telur 19,6% líkur á því að Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, taki við Henri Delaunay verðlaunagripnum eftir úrslitaleikinn 11. júlí, líkt og á HM fyrir þremur árum. Belgar eru samkvæmt Opta næstlíklegastir til að landa titlinum og Spánverjar þriðju líklegastir. Opta telur aðeins 8,5% líkur á því að Englendingar vinni sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. 19.6% - Ahead of the Round of 16, the Stats Perform prediction model rates France as the favourites to win EURO 2020 with a 19.6% chance, followed by Belgium (17.9%) and Spain (12.9%). Glory.For more info on how the Stats Perform Predictor is calculated: https://t.co/0S3WTzwKae pic.twitter.com/GAzb4U9OyF— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
16-liða úrslitin: Laugardagurinn 26. júní: 16.00 Wales - Danmörk 19.00 Ítalía - Austurríki Sunnudagurinn 27. júní: 16.00 Holland - Tékkland 19.00 Belgía - Portúgal Mánudagurinn 28. júní: 16.00 Króatía - Spánn 19.00 Frakkland - Sviss Þriðjudagurinn 29. júní: 16.00 England - Þýskaland 19.00 Svíþjóð - Úkraína
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira