Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2021 20:29 Flugvél Play ekið í gegnum heiðursvatnsbunu flugvallarslökkviliðsins við fyrstu brottför frá Leifsstöð í dag. KMU Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð: Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýtt íslenskt flugfélag er mætt að landgöngum Leifsstöðvar. Í flugstöðinni var upphafið markað með því að þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, klipptu saman á borða og var fagnað með lófataki, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þotan er af gerðinni Airbus A321 og er með sæti fyrir 192 farþega í einu farrými.Arnar Halldórsson En það var ekki bara verið að fagna fyrsta fluginu heldur einnig nýju hlutafjárútboði, sem hófst í dag, en félagið verður formlega skráð á markað hérlendis eftir tvær vikur. „Risastór dagur, í öllum skilningi þess orðs,“ segir Birgir. Og svo var byrjað að innrita farþegana. Starfsmenn Play eru þegar orðnir um tvöhundruð talsins. Þar af eru um eitthundrað flugliðar, og nær allir fyrrverandi starfsmenn Wow Air, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Siggeir Siggeirsson. Þeir Siggeir Siggeirsson og Robert Ödlund flugu vélinni í þessari fyrstu áætlunarferð.Arnar Halldórsson „Wow var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist aðeins af leið, eins og Skúli Mogensen hefur af mikilli auðmýkt viðurkennt sjálfur. Við ætlum að reyna að gera réttu hlutina og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki að fara til Indlands og við ætlum ekki að fara með breiðþoturnar til Los Angeles og slíkt. Þannig að við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar,“ segir Birgir. Og þegar ekið var frá flugstöðinni fékk Play-þotan sérstaka heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu. Meðgöngutími flugfélagsins er annars orðinn býsna langur, 27 mánuðir, en það er sá tími sem liðinn er frá gjaldþroti Wow Air. Flugvél Play lyftist af brautinni í fyrsta áætlunarfluginu í dag.KMU Forstjórinn segir að eingöngu verði reknar þotur af Airbus A320 línunni og farið verði rólega í uppbyggingu. „Við ætlum okkur að vaxa upp í fimmtán flugvélar 2025 og gera það í yfirveguðum og öguðum skrefum,“ segir Birgir. Þessi fyrsta flugferð í dag var til Stanstead-flugvallar við London. Félagið hefur þegar boðað flug til níu áfangastaða í Evrópu og á næsta ári er stefnt á Ameríkuflug. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá fyrsta flugtakið í dag í lengri útgáfu: Hér má sjá ávörpin þegar klippt var á borðann í Leifsstöð:
Play Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní. 14. júní 2021 14:13