Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2021 22:11 Frá veginum um Dynjandisheiði. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. Eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð síðastliðið haust bundu Vestfirðingar vonir við að kraftur yrði settur í veginn yfir Dynjandisheiði. Fyrsti áfanginn, sem byrjað var á síðastliðið haust, lofaði góðu og höfðu Vegagerðarmenn gefið til kynna að byrjað yrði á fjórtán kílómetra kafla yfir háheiðina í sumar. En núna er ljóst að svo verður ekki, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn sem Vegagerðin hafði vonast til að geta byrjað á í sumar er fjórtán kílómetra langur.Grafík/Ragnar Visage „Það eru bara ekki meiri auraráð, eins og stendur,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Í sárabætur er þó stefnt á að lengja þann kafla sem núna er unnið að. „Við munum teygja þetta aðeins þannig að þessi áfangi verður eitthvað örlítið lengri heldur en til stóð.“ -Hvenær má þá búast við næsta útboði? „Ég geri ráð fyrir að það verði á næsta ári,“ svarar vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Arnar Halldórsson Í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu var byrjað á fyrsta áfanga í fyrrasumar og þar er ætlunin að halda fullum dampi. „Við erum náttúrlega búin að bjóða út þverun Þorskafjarðar og það er komið í gang. Og við erum að klára veginn inn Gufudalinn. Í haust gerum við ráð fyrir að bjóða út þverun á Gufufirði og veginn inn Djúpadal. Þannig að það er mikið um að vera þar og langþráð,“ segir Bergþóra. Séð yfir jörðina Gröf í Þorskafirði.Egill Aðalsteinsson Þá heldur hún enn í vonina um að samningar takist við landeigendur um hinn umdeilda áfanga um Teigsskóg. „Nú er þetta orðið bara einn aðili sem er eftir. Þar eru viðræður í gangi og fundir í þessari viku. Þannig að menn eru brattir,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Tengdar fréttir Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð síðastliðið haust bundu Vestfirðingar vonir við að kraftur yrði settur í veginn yfir Dynjandisheiði. Fyrsti áfanginn, sem byrjað var á síðastliðið haust, lofaði góðu og höfðu Vegagerðarmenn gefið til kynna að byrjað yrði á fjórtán kílómetra kafla yfir háheiðina í sumar. En núna er ljóst að svo verður ekki, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn sem Vegagerðin hafði vonast til að geta byrjað á í sumar er fjórtán kílómetra langur.Grafík/Ragnar Visage „Það eru bara ekki meiri auraráð, eins og stendur,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Í sárabætur er þó stefnt á að lengja þann kafla sem núna er unnið að. „Við munum teygja þetta aðeins þannig að þessi áfangi verður eitthvað örlítið lengri heldur en til stóð.“ -Hvenær má þá búast við næsta útboði? „Ég geri ráð fyrir að það verði á næsta ári,“ svarar vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Arnar Halldórsson Í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu var byrjað á fyrsta áfanga í fyrrasumar og þar er ætlunin að halda fullum dampi. „Við erum náttúrlega búin að bjóða út þverun Þorskafjarðar og það er komið í gang. Og við erum að klára veginn inn Gufudalinn. Í haust gerum við ráð fyrir að bjóða út þverun á Gufufirði og veginn inn Djúpadal. Þannig að það er mikið um að vera þar og langþráð,“ segir Bergþóra. Séð yfir jörðina Gröf í Þorskafirði.Egill Aðalsteinsson Þá heldur hún enn í vonina um að samningar takist við landeigendur um hinn umdeilda áfanga um Teigsskóg. „Nú er þetta orðið bara einn aðili sem er eftir. Þar eru viðræður í gangi og fundir í þessari viku. Þannig að menn eru brattir,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Tengdar fréttir Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22
Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52