Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 23:37 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira