Myndir frá þorpunum sem verst urðu úti sýna að eyðileggingin er gríðarleg, líkt og stríð hafi geisað þar.
Björgunarlið er enn að störfum á vettvangi og nýtur aðstoðar frá kollegum sínum frá Austurríki og Slóvakíu.
Tíu slösuðust alvarlega að sögn talskonu björgunarsveitanna í Suður-Móravíu og tugir þurftu einhverskonar aðstoð á sjúkrahúsum svæðisins.
Verst er ástandið í þorpinu Hrusky þar sem helmingur allra bygginga eyðilagðist í fárviðrinu. Þá fór rafmagn af um hundrað þúsund heimilum á svæðinu og samgöngur lömuðust um tíma.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á svæðinu sem verst varð úti.