Kóngurinn er kominn aftur og „pillur og pain“ eru ekki annað en minning Snorri Másson skrifar 27. júní 2021 13:00 Anna Maggý Já, þeir eru að fokking tala um Can, drengurinn er bara barn… Þetta var viðkvæðið árið 2016 þegar Aron Can Gultekin, ein allra helsta poppstjarna landsins, steig fram á sjónarsviðið. Langar nætur, kannabisefni, áfengi, kvenfólk og þaðan af sterkari fíkniefni voru allt snarir þættir í stjarnfræðilegum vinsældum rapparans frá fyrstu plötu. Veislan hélt áfram þegar hann gaf út ÍNÓTT 2017 og Trúpíter 2018. Svo liðu þrjú ár, og nú eru þeir aftur að tala um Can. Nema núna er hann ekki barn, heldur 21 árs. Og hann hefur þroskast. Aron var loksins að gefa út plötu eftir langa bið núna á fimmtudaginn. Henni var síðan fagnað með viðeigandi hætti með útgáfudjammi á fyrsta takmarkalausa kvöldi á Íslandi í meira en ár. Aron, sem hefur gefið út einstök (mjög vinsæl) lög með taktföstum hætti í millitíðinni, er feginn að vera loks að koma út með plötu. „Ég er bara í einhverju rugli. Ég er bara geggjaður. Mér líður ógeðslega vel. Þetta eru þrjú ár af vinnu. Ég hafði í rauninni gert heila aðra plötu áður en ég ákvað í staðinn að byrja á þessari. Þannig að þegar ég gerði það ákvað ég að leyfa mér að kafa dýpra í þessa og gera hana bara nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana.“ Rappandi rokkari sem elskar að opna sig Þetta er ekki alveg sama tónlist og á árum áður og Aron Can er ekki alveg sami maður, er tilfinning manns við að hlusta á plötuna. Rapparinn gengst við báðum breytingunum - eða er hann enn þá rappari? Í leit að svari við þessari aldagömlu og sannarlega oft óvægnu spurningu er best að sækja í lag af plötunni, þar sem henni er svarað berum orðum: „Ég er rappandi rokkari sem elskar að opna sig,“ rappar Aron í BLESSUN EÐA BÖLVUN. Rappandi rokkari minnir á hinn kanadíska Weeknd og af hljóðheimi nýju plötunnar að dæma gengur sú tenging prýðilega upp. Aron segist sjálfur hafa breyst á undanförnum árum. „Þetta er bara allt breytt, bæði tónlistarlega og ég í lífinu. Ég er búinn að breyta um lífstíl, byrjaður að hugsa um heilsuna, svefninn, mataræðið og hreyfinguna. Um leið veit ég hver ég er sem tónlistarmaður og ég er búinn að þroskast á því sviði. Ég hef líka aldrei gefið mér svona tíma í eina plötu og þá langaði mig að gera eitthvað öðruvísi.“ Klippa: Aron Can - Flýg upp // Varlega Trúpí verður alltaf Gömlu viðfangsefnin frá árinu 2016 eru ekki eins áberandi og áður á ANDI, LÍF HJARTA, SÁL. Þetta er poppaðra, hressara og dregur dám af því sem Aron bendir á, að hann hefur tileinkað sér nýjan lífstíl. Á Trúpíter, síðustu plötu Arons, sveif Trúpí yfir vötnum, sem er framandlegt gæluorð Arons og hans hóps yfir það sem virðist vera eins konar seiðandi lyfjablanda. Hugtakið tók svo að vísa til lífstílsins án nauðsynlegrar tilvísunar til efnisins, sem var reyndar ef til vill tenging sem var einkum möguleg í krafti þess að lífstíllinn og eiturlyfin fóru saman. Það er í öllu falli ekki lengur svo. En Trúpí verður alltaf, segir Aron. „Trúpí er bara gengið, bara hópurinn.“ Ekkert annað? „Það þarf nú ekkert að koma fram. Maður er bara orðinn tjillaður,“ segir Aron. Í þessum efnum (bókstaflega) eiga rapparar það auðvitað til að tjá sig með hliðstæðum hætti og skynsamir embættismenn, sem tala í ákvörðunum en ekki í fjölmiðlum. Rappararnir tala í lögunum, en ekki í blöðunum. Trúpíter var þriðja plata Arons og kom út árið 2018.@aroncang Pillur og pain Enda þótt ástandið sé orðið rólegra nú á þrítugsaldrinum, er uppgjör að finna á nýju plötunni. Lagið PILLUR OG PAIN, sem Birnir rappar með Aroni á, er dæmi um slíkt, eins og nafnið ber með sér. „Þetta er elsta lagið á plötunni. Þegar ég og Birnir gerðum þetta lag vorum við kannski ekki á besta staðnum. En þetta er það lag sem mér þykir hvað vænst um á allri plötunni. Við horfum á þessa tíma núna og þótt þeir hafi verið slæmir kom eitthvað fallegt úr úr þeim. Svona lög snúast um að geta gert það.“ Rétt er að fá Aron til þess að skýra tildrög þess að hinn heimsfrægi norski rappari Unge Ferrari er með honum á laginu VARLEGA. „Ég hitti hann nú bara fyrst í Balenciaga-búðinni í Osló og við könnuðumst við hvor annan. Við fórum að spjalla og næst þegar ég fór til Osló að spila hittumst við og ég kíkti í stúdíóið til hans. Svo komum við heim og hann henti á mig versi fyrir þetta lag. Við erum góðir félagar.“ GDRN kemur einnig fram á plötunni en Aron fékk vana lagasmiði til liðs við sig í ferlinu; Þormóð Eiríksson, Arnar Inga Ingason, Magnús Jóhann Ragnarsson, Martein Hjartarson og Jón Bjarna Þórðarson. Næst á dagskrá hjá Can? Fylgja plötunni eftir á kórónuveirulausu Íslandi, en stefna leynt og ljóst á að fara út og gera þetta shit, eins og hann orðar það. Sem sagt Skandinavía. Hún er næst á dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Aron Can (@aroncang) Tónlist Tengdar fréttir Aron Can frumsýnir myndband við tvö ný lög Aron Can frumsýnir í dag tónlistarmyndband við tvö ný lög af væntanlegri plötu. 30. apríl 2021 12:01 ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þetta var viðkvæðið árið 2016 þegar Aron Can Gultekin, ein allra helsta poppstjarna landsins, steig fram á sjónarsviðið. Langar nætur, kannabisefni, áfengi, kvenfólk og þaðan af sterkari fíkniefni voru allt snarir þættir í stjarnfræðilegum vinsældum rapparans frá fyrstu plötu. Veislan hélt áfram þegar hann gaf út ÍNÓTT 2017 og Trúpíter 2018. Svo liðu þrjú ár, og nú eru þeir aftur að tala um Can. Nema núna er hann ekki barn, heldur 21 árs. Og hann hefur þroskast. Aron var loksins að gefa út plötu eftir langa bið núna á fimmtudaginn. Henni var síðan fagnað með viðeigandi hætti með útgáfudjammi á fyrsta takmarkalausa kvöldi á Íslandi í meira en ár. Aron, sem hefur gefið út einstök (mjög vinsæl) lög með taktföstum hætti í millitíðinni, er feginn að vera loks að koma út með plötu. „Ég er bara í einhverju rugli. Ég er bara geggjaður. Mér líður ógeðslega vel. Þetta eru þrjú ár af vinnu. Ég hafði í rauninni gert heila aðra plötu áður en ég ákvað í staðinn að byrja á þessari. Þannig að þegar ég gerði það ákvað ég að leyfa mér að kafa dýpra í þessa og gera hana bara nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana.“ Rappandi rokkari sem elskar að opna sig Þetta er ekki alveg sama tónlist og á árum áður og Aron Can er ekki alveg sami maður, er tilfinning manns við að hlusta á plötuna. Rapparinn gengst við báðum breytingunum - eða er hann enn þá rappari? Í leit að svari við þessari aldagömlu og sannarlega oft óvægnu spurningu er best að sækja í lag af plötunni, þar sem henni er svarað berum orðum: „Ég er rappandi rokkari sem elskar að opna sig,“ rappar Aron í BLESSUN EÐA BÖLVUN. Rappandi rokkari minnir á hinn kanadíska Weeknd og af hljóðheimi nýju plötunnar að dæma gengur sú tenging prýðilega upp. Aron segist sjálfur hafa breyst á undanförnum árum. „Þetta er bara allt breytt, bæði tónlistarlega og ég í lífinu. Ég er búinn að breyta um lífstíl, byrjaður að hugsa um heilsuna, svefninn, mataræðið og hreyfinguna. Um leið veit ég hver ég er sem tónlistarmaður og ég er búinn að þroskast á því sviði. Ég hef líka aldrei gefið mér svona tíma í eina plötu og þá langaði mig að gera eitthvað öðruvísi.“ Klippa: Aron Can - Flýg upp // Varlega Trúpí verður alltaf Gömlu viðfangsefnin frá árinu 2016 eru ekki eins áberandi og áður á ANDI, LÍF HJARTA, SÁL. Þetta er poppaðra, hressara og dregur dám af því sem Aron bendir á, að hann hefur tileinkað sér nýjan lífstíl. Á Trúpíter, síðustu plötu Arons, sveif Trúpí yfir vötnum, sem er framandlegt gæluorð Arons og hans hóps yfir það sem virðist vera eins konar seiðandi lyfjablanda. Hugtakið tók svo að vísa til lífstílsins án nauðsynlegrar tilvísunar til efnisins, sem var reyndar ef til vill tenging sem var einkum möguleg í krafti þess að lífstíllinn og eiturlyfin fóru saman. Það er í öllu falli ekki lengur svo. En Trúpí verður alltaf, segir Aron. „Trúpí er bara gengið, bara hópurinn.“ Ekkert annað? „Það þarf nú ekkert að koma fram. Maður er bara orðinn tjillaður,“ segir Aron. Í þessum efnum (bókstaflega) eiga rapparar það auðvitað til að tjá sig með hliðstæðum hætti og skynsamir embættismenn, sem tala í ákvörðunum en ekki í fjölmiðlum. Rappararnir tala í lögunum, en ekki í blöðunum. Trúpíter var þriðja plata Arons og kom út árið 2018.@aroncang Pillur og pain Enda þótt ástandið sé orðið rólegra nú á þrítugsaldrinum, er uppgjör að finna á nýju plötunni. Lagið PILLUR OG PAIN, sem Birnir rappar með Aroni á, er dæmi um slíkt, eins og nafnið ber með sér. „Þetta er elsta lagið á plötunni. Þegar ég og Birnir gerðum þetta lag vorum við kannski ekki á besta staðnum. En þetta er það lag sem mér þykir hvað vænst um á allri plötunni. Við horfum á þessa tíma núna og þótt þeir hafi verið slæmir kom eitthvað fallegt úr úr þeim. Svona lög snúast um að geta gert það.“ Rétt er að fá Aron til þess að skýra tildrög þess að hinn heimsfrægi norski rappari Unge Ferrari er með honum á laginu VARLEGA. „Ég hitti hann nú bara fyrst í Balenciaga-búðinni í Osló og við könnuðumst við hvor annan. Við fórum að spjalla og næst þegar ég fór til Osló að spila hittumst við og ég kíkti í stúdíóið til hans. Svo komum við heim og hann henti á mig versi fyrir þetta lag. Við erum góðir félagar.“ GDRN kemur einnig fram á plötunni en Aron fékk vana lagasmiði til liðs við sig í ferlinu; Þormóð Eiríksson, Arnar Inga Ingason, Magnús Jóhann Ragnarsson, Martein Hjartarson og Jón Bjarna Þórðarson. Næst á dagskrá hjá Can? Fylgja plötunni eftir á kórónuveirulausu Íslandi, en stefna leynt og ljóst á að fara út og gera þetta shit, eins og hann orðar það. Sem sagt Skandinavía. Hún er næst á dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Aron Can (@aroncang)
Tónlist Tengdar fréttir Aron Can frumsýnir myndband við tvö ný lög Aron Can frumsýnir í dag tónlistarmyndband við tvö ný lög af væntanlegri plötu. 30. apríl 2021 12:01 ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Aron Can frumsýnir myndband við tvö ný lög Aron Can frumsýnir í dag tónlistarmyndband við tvö ný lög af væntanlegri plötu. 30. apríl 2021 12:01
ClubDub og Aron Can gefa út lag og myndband saman Hljómsveitin ClubDub gaf út myndband við lagið Eina Sem Ég Vil um helgina. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann unga Aron Can og pródúserana ra:tio. 24. september 2018 15:25