Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 2-3 | Blikar komu til baka í Kópavogsslagnum

Andri Már Eggertsson skrifar
Breiðablik er komið upp í 2. sæti deildarinnar.
Breiðablik er komið upp í 2. sæti deildarinnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Þrítugasti mótsleikur milli HK og Breiðabliks fór fram í Kórnum í kvöld. HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum, en tvö mörk á lokamínútunum sáu til þess að það voru Blikar sem tóku stigin þrjú með 3-2 sigri.

Breiðablik voru hættulegri til að byrja með leiks og mátti engu muna þegar Thomas Mikkelsen átti skalla í slánna eftir tíu mínútna leiks.

Arnþór Ari Atlason gerði fyrsta mark leiksins með bylmingsskoti alveg út við stöng. Þetta mark var keimlíkt marki HK síðast þegar liðin mættust í Kórnum.

Líkt og fyrir ári þá gaf Anton Ari Einarsson slaka sendingu á Birni Snær en í staðinn fyrir að skjóta sjálfur gaf hann á Arnþór Ara sem skaut HK í 1-0.

Viktor Örn Margeirsson virtist yfir spenntur í fyrri hálfleik. Hann fékk fyrsta gula spjald leiksins eftir hressilega tæklingu á Atla Arnarssyni. Síðar í leiknum fór hann að ýta í Valgeir og mátti sjá að þessi leikur skipti honum miklu máli.

Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Kristinn Steindórsson metin þegar hann skallaði hornspyrnu Höskulds í netið. Hægt að setja stórt spurningarmerki við varnarleik HK þar sem enginn virtist vera að dekka Kristinn.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það dróg síðan til tíðinda þegar Viktor Karl Einarsson braut á Martin Rauschenberg sem féll í teignum og víti dæmt.

HK hefur klikkað á tveimur vítaspyrnum á tímabilinu og nú var komið að Birni Snæ sem skoraði af miklu öryggi. 

Korteri síðar fengu Blikar vítaspyrnu þegar skot Viktor Karls fór í höndina á Guðmundi Þór. Thomas Mikkelsen fór á vítapunktinn og jafnaði leikinn í 2-2.

Andri Rafn Yeoman reyndist síðan hetja Blika þegar hann skoraði sigurmark leiksins 2-3 sigur Blika niðurstaðan eftir fjörugan leik. 

Af hverju vann Breiðablik?

Blikar sýndu karakter þegar þeir lentu 2-1 undir. Heilt yfir spiluðu fengu þeir fullt af færum og spiluðu góðan leik. 

Síðustu mínúturnar voru þeir allt í öllu sem skilaði þeim tveimur mörkum á stuttum tíma. 

Hverjir stóðu upp úr?

Andri Rafn Yeoman kórónaði góðan leik sinn með laglegu sigurmarki stönginn inn.

Birnir Snær Ingason var besti maður HK í kvöld. Birnir gerði vel í að leggja upp fyrsta mark HK ásamt því að skora úr víti sem er ekki sjálgefið hjá HK liðinu.

Það var gaman að sjá að Thomas Mikkelsen hefur náð sér á meiðslum og lét hann til sín taka í kvöld. 

Hvað gekk illa?

HK fengu á sig ansi klaufalegt mark undir lok fyrri hálfleiks þegar Kristinn Steindórsson var óvaldaður í teignum og skallaði hornspyrnu Höskulds í markið.

Það er dæmigert fyrir lið sem hefur gengið ill og er með lítið sjálfstraust að gludra niður 2-1 forskoti á tæplega fimm mínútum. 

Hvað gerist næst?

Breiðablik mætir Leikni á Kópavogsvelli næstkomandi laugardag klukkan 14:00.

Á sunnudaginn fer HK á Würth völlinn og mæta Fylki klukkan 19:15

Brynjar Björn: Hef engar áhyggjur af markaþurð Valgeirs

Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var afar svekktur með að fá ekki hið minnsta stig úr þessum leik.

„Þó við töpum niður þessu forskoti þá erum við ekki með lítið sjálfstraust, við spiluðum flottan leik í kvöld, gerðum tvö góð mörk. Blikar skoruðu tvö mörk á ansi slæmum tímapunkti svo þetta er mjög súrt," sagði Brynjar Björn eftir leik 

Breiðablik jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleik, Brynjar Björn var ekki sáttur með varnarleik HK í því marki.

„Mig minnir að þetta sé fyrsta markið sem við fáum á okkur úr hornspyrnu, við hefðum átt að ráðast á boltann sem við gerum oftast."

„Í síðari hálfleik gerðum við vel í að komast yfir, við fengum síðan tækifæri til að bæta við marki áður en Blikar jöfnuðu leikinn."

Brynjar var síðan svekktur með skipulagði hjá HK liðinu í sigurmarki Andra Yeoman. 

„Við hefðum átt að vera þéttari í síðasta markinu, það er súrt að sjá þegar menn geta snúið sér inn í teig og tekið skot."

Valgeir Valgeirsson hefur enn ekki tekist að skora á tímabilinu en Brynjar Björn hafði engar áhyggjur af því.

Sigurinn í kvöld er það sem skiptir máli, ekki staðan í deildinni á þessu augnabliki

Óskar Hrafn Þorvaldsson fylgist einbeittur með leiknum við HK.VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blikar var afar sáttur með að ná sigurmarki undir lok leiks.

„Það má segja að grýlunni í Kórnum sé aflétt ef hún á við um einn tap leik á síðasta ári. Það sem skiptir máli er að við unnum og fengum stigin þrjú," sagði Óskar eftir leik.

Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins og heilt yfir góðan leik Blika.

„Mér fannst við töluvert betri í fyrri hálfleik en gáfum þeim þó mark. Við lentum í því snemma í síðari hálfleik að þurfa gera breytingar vegna meiðsla."

„Síðustu tuttugu mínúturnar voru framúrskarandi, mikill sigurvilji í mínu liði og menn sóttu sigurinn." 

Árni Vilhjálmsson þurfti að fara út af þegar síðari hálfleikur var rétt farinn af stað vegna meiðsla í hné.

„Það er alveg óljóst hversu alvarlega meiðslin hjá Árna eru en við vonum það besta."

Eftir leiki kvöldsins eru Blikar komnir í annað sæti deildarinnar og eru fimm stigum frá toppliði Vals.

„Staðan í deildinni er augnabliks mynd. Það mikilvægasta var að vinna þennan leik og halda þeim góða takti sem við höfum verið að sýna í deildinni," sagði Óskar Hrafn að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira