Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 21:47 Janice McAfee þerrar tárin þegar hún ræðir við fjölmiðlamenn við fangelsið þar sem eiginmaður hennar fannst látinn í Barcelona á Spáni. AP/Joan Matue Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. Janice McAfee krefst ítarlegrar rannsóknar á dauða eiginmanns síns í fangelsi í Barcelona á miðvikudag. Spænsk yfirvöld segja að svo virðist sem að McAfee hafi hengt sig í fangaklefa sínum. Fyrr um daginn hafði þarlendur dómstóll fallist á framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkjan segist hafa rætt við McAfee í síðasta skipti nokkrum klukkustundum áður en hann fannst látinn. „Hinstu orð hans við mig voru: „Ég elska þig og ég hringi í þig í kvöld“. Þessi orð eru ekki orð manns sem er í sjálfsvígshugleiðingum,“ sagði Janice McAfee, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagðist hún kenna Bandaríkjastjórn og pólitískum ákærum gegn McAfee um hvernig fór. Sendiráð Bandaríkjanna á Spáni segist fylgjast grannt með rannsókn yfirvalda þar á dauða McAfee en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Reuters segir að sjálfsvígstíðni í spænskum fangelsum hafi reynst afar há í skýrslu Evrópuráðsins í fyrra en það þýðir að þau voru 25% tíðari en miðgildið í Evrópu. McAfee deildi klefa með öðrum fanga en var einn þegar hann lést. Enn er beðið niðurstöðu krufningar á líki hans. McAfee auðgaðist á fyrsta veiruvarnarforritinu sem kom á almennan markað og var kennt við hann á 9. áratugnum. Seldi hann fyrirtækið fyrir hundruð milljónir dollara og lifði eftir það skrautlegu lífi. Hann var meðal annars grunaður um að eiga þátt í dauða nágranna síns á Belís og var síðar handtekinn með mikið magn skotvopna um borð í snekkju í Dóminíska lýðveldinu. Í Bandaríkjunum var McAfee sakaður um svik í tengslum við rafmyntir og að standa ekki skil á skatti af milljónum dollara í tekjur sem hann hafði af ráðgjafarstörfum og fleiru. Bandaríkin Spánn Rafmyntir Tengdar fréttir Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Janice McAfee krefst ítarlegrar rannsóknar á dauða eiginmanns síns í fangelsi í Barcelona á miðvikudag. Spænsk yfirvöld segja að svo virðist sem að McAfee hafi hengt sig í fangaklefa sínum. Fyrr um daginn hafði þarlendur dómstóll fallist á framsal hans til Bandaríkjanna. Ekkjan segist hafa rætt við McAfee í síðasta skipti nokkrum klukkustundum áður en hann fannst látinn. „Hinstu orð hans við mig voru: „Ég elska þig og ég hringi í þig í kvöld“. Þessi orð eru ekki orð manns sem er í sjálfsvígshugleiðingum,“ sagði Janice McAfee, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagðist hún kenna Bandaríkjastjórn og pólitískum ákærum gegn McAfee um hvernig fór. Sendiráð Bandaríkjanna á Spáni segist fylgjast grannt með rannsókn yfirvalda þar á dauða McAfee en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Reuters segir að sjálfsvígstíðni í spænskum fangelsum hafi reynst afar há í skýrslu Evrópuráðsins í fyrra en það þýðir að þau voru 25% tíðari en miðgildið í Evrópu. McAfee deildi klefa með öðrum fanga en var einn þegar hann lést. Enn er beðið niðurstöðu krufningar á líki hans. McAfee auðgaðist á fyrsta veiruvarnarforritinu sem kom á almennan markað og var kennt við hann á 9. áratugnum. Seldi hann fyrirtækið fyrir hundruð milljónir dollara og lifði eftir það skrautlegu lífi. Hann var meðal annars grunaður um að eiga þátt í dauða nágranna síns á Belís og var síðar handtekinn með mikið magn skotvopna um borð í snekkju í Dóminíska lýðveldinu. Í Bandaríkjunum var McAfee sakaður um svik í tengslum við rafmyntir og að standa ekki skil á skatti af milljónum dollara í tekjur sem hann hafði af ráðgjafarstörfum og fleiru.
Bandaríkin Spánn Rafmyntir Tengdar fréttir Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57