Körfubolti

Ís­lands­meistara­mynd­band: Gæsa­húð fyrir Þor­láks­hafnar­búa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil Karel og Halldór Garðar fagna. Í bakgrunn eru stuðningsmenn sem trúa ekki sínum eigin augum.
Emil Karel og Halldór Garðar fagna. Í bakgrunn eru stuðningsmenn sem trúa ekki sínum eigin augum. vísir/hulda margrét

Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Keflavík í fjórða úrslitaleik liðanna.

Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina, minnkaði Keflavík muninn í þriðja leiknum en bikarinn fór svo á loft í gær.

Allt ætlaði um koll að keyra í Þorlákshöfn í gærkvöldi enda biðin verið löng eftir þeim stóra.

Húsið var troðfullt og sumir réðu sér ekki fyrir kæti en margir heimamenn eru í Þórsliðinu.

Domino's Körfuboltakvöld sýndi að venju Íslandsmeistaramyndband í síðasta þætti vetrarins í gær og það má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Adomas Drungilas valinn verðmætasti leikmaðurinn

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla. Hann átti stórleik þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

„Fyrir klúbbinn og Jóhönnu“

Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×