„Eins og fólk hafi verið að sleppa úr fangelsi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. júní 2021 14:05 Gæslumaður í miðbæ Osló segir næturlíf þar farið úr böndunum. Getty Næturlífið í Osló virðist hafa tekið við sér eftir samkomutakmarkanir þar í landi. Gæslumenn í miðborginni segja mikla óreiðu hafa ríkt þar síðustu daga. Skemmtistaðir opnuðu á ný í maí eftir langa lokun vegna samkomutakmarkana. Robert Smith, gæslumaður í miðborginni, segir þetta vera erfiðan tíma. Fólk þráir að dansa eftir að hafa verið lokað inni svona lengi. „Það er eins og fólk hafi verið að sleppa úr fangelsi,“ sagði hann í samtali við norska fjölmiðilinn VG. Eftir að skemmtistaðirnir lokuðu á miðnætti hefur fólk verið að safnast saman úti. Síðasta föstudagskvöld var grasblettur við St. Hanshaugen fullur af fólki, sem síðan skildi svæðið eftir fullt af bjórdósum. Þar hafði fólk jafnframt tekið upp á því að taka með sér hátalara og spila tónlist í botni. Lögreglumaðurinn Lars Kostveit telur að lögreglan muni líklega þurfa að beita frekari inngripum fljótlega. Fáar af þeim kvörtunum sem borist hafa lögreglu, hafa endað með sekt. Síðasta laugardag tók lögreglan á móti alls sjötíu kvörtunum. Borgarfulltrúinn Raymond Johansen hefur áður sagt að nú sé kominn tími til þess að skrúfa niður karnival-stemminguna svo fólk geti sofið. Joakim Ranes, átján ára skemmtanaglaður vegfarandi í miðborginni, segist hafa séð alls sex lögreglubíla á einu kvöldi, en að lögreglan hafi að öðru leyti ekki skipt sér mikið af. Noregur Næturlíf Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Skemmtistaðir opnuðu á ný í maí eftir langa lokun vegna samkomutakmarkana. Robert Smith, gæslumaður í miðborginni, segir þetta vera erfiðan tíma. Fólk þráir að dansa eftir að hafa verið lokað inni svona lengi. „Það er eins og fólk hafi verið að sleppa úr fangelsi,“ sagði hann í samtali við norska fjölmiðilinn VG. Eftir að skemmtistaðirnir lokuðu á miðnætti hefur fólk verið að safnast saman úti. Síðasta föstudagskvöld var grasblettur við St. Hanshaugen fullur af fólki, sem síðan skildi svæðið eftir fullt af bjórdósum. Þar hafði fólk jafnframt tekið upp á því að taka með sér hátalara og spila tónlist í botni. Lögreglumaðurinn Lars Kostveit telur að lögreglan muni líklega þurfa að beita frekari inngripum fljótlega. Fáar af þeim kvörtunum sem borist hafa lögreglu, hafa endað með sekt. Síðasta laugardag tók lögreglan á móti alls sjötíu kvörtunum. Borgarfulltrúinn Raymond Johansen hefur áður sagt að nú sé kominn tími til þess að skrúfa niður karnival-stemminguna svo fólk geti sofið. Joakim Ranes, átján ára skemmtanaglaður vegfarandi í miðborginni, segist hafa séð alls sex lögreglubíla á einu kvöldi, en að lögreglan hafi að öðru leyti ekki skipt sér mikið af.
Noregur Næturlíf Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira