Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 20:47 Þorbjörn er gagnrýninn á að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins geti neitað beiðnum kvensjúkdómalækna um að taka sýni til rannsóknar. Vísir/Nanna Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent