Sport

Dagskráin í dag: EM, golf, Pepsi Max deildin og fleira

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hvað gera Ronaldo og félagar gegn Belgum?
Hvað gera Ronaldo og félagar gegn Belgum? Alex Livesey/Getty

Það er nóg um að vera á sportrásum okkar í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í 16-liða úrslitum EM, sýnt verður frá þremur golfmótum og þrem leikjum í Pepsi Max deild karla svo ettihvað sé nefnt.

Holland og Tékkland eigast við í fyrri leik dagsins á EM. Útsending frá leiknum hefst klukkan 15:50 á Stöð 2 EM, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:00.

Eftir að þeim leik lýkur verður hann gerður upp, áður en upphitun fyrir seinni leik dagsins hefst klukkan 18:30.

Seinni leikur dagsins er viðureign Belgíu og Portúgal, en þar eru að mætast efsta lið heimslistans og ríkjandi Evrópumeistarar. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður hann gerður upp í EM í dag klukkan 21:00.

BMW International Open verður á dagskrá klukkan 11:30 á Stöð 2 Golf, en það er hluti af Evrópumótaröðinni.

KPMG Women's PGA Championship á LPGA mótaröðinni fer fram klukkan 16:00, en klukkutíma síðar verður sýnt frá PGA mótaröðinni karlameginn á Stöð 2 eSport.

Sýnt verður frá leik FH og KA í Pepsi Max deild karla á Stod2.is klukkan 15:50 og klukkan 18:45 verður hitað upp fyrir viðureignir Vals og Fylkis annars vegar, og HK og Breiðabliks hinsvegar. Pepsi Max stúkan er svo á dagskrá að leikjum loknum.

Við endum daginn svo á þriðju viðureign Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks í úrslitum Austurdeildarinnar klukkan 00:30. Staðan í einvíginu er 1-1, en vinna þarf fjóra leiki til að klára einvígið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×