Leynileg skjöl breska varnarmálaráðuneytisins fundust á stoppistöð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 10:28 Ben Wallace er varnarmálaráðherra Bretlands. vísir/David Cliff Varnarmálaráðuneyti Bretlands rannsakar nú hvernig trúnaðarskjöl um aðgerðir breska hersins týndust í síðustu viku. Þau fundust aftur á strætóstoppistöð í Kent síðasta þriðjudag. Ráðuneytið segir við breska miðla að starfsmaður þess hafi tilkynnt um hvarf skjalanna í síðustu viku. Skjölin innihalda ýmsar upplýsingar um hernaðar- og viðbragðsáætlanir breska hersins. Meðal annars var þar skjal sem útlistaði möguleg viðbrögð sjóhersins við mögulegum viðbrögðum Rússa við því að breska herskipið HMS Defender sigldi inn í úkraínska lögsögu. Á öðru skjali mátti finna mögulegar áætlanir Breta um að senda herlið til Afganistan. Það var almennur borgari sem fann skjölin óvænt á bak við strætóstoppistöð í Kent. Segja ekkert óeðlilegt við skjölin Í svari varnarmálaráðuneytisins til breskra miðla segir að ekkert óeðlilegt sé við ferð herskipsins um svæði Úkraínu. Varnarmálaráðuneytið búi sig hins vegar vel undir allar ferðir og aðgerðir sínar og sé tilbúið með viðbrögð við öllum mögulegum aðstæðum. „Varnarmálaráðuneytið fékk upplýsingar um það í síðustu viku að skjöl sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar hefðu fundist af almennum borgara. Ráðuneytið tekur upplýsingaöryggi afar alvarlega og hefur hafið rannsókn á málinu. Starfsmaður okkar sem á hlut að málinu tilkynnti ráðuneytinu að skjölin hefðu týnst. Það væri óviðeigandi að ráðuneytið segði meira um málið,“ segir í svari ráðuneytisins. Af þessum orðum ráðuneytisins má helst ætla að umræddur starfsmaður hafi týnt skjölunum einhvers staðar utan ráðuneytisins. Mögulega á stoppistöðinni sem þau fundust aftur á. Bretland Hernaður England Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Ráðuneytið segir við breska miðla að starfsmaður þess hafi tilkynnt um hvarf skjalanna í síðustu viku. Skjölin innihalda ýmsar upplýsingar um hernaðar- og viðbragðsáætlanir breska hersins. Meðal annars var þar skjal sem útlistaði möguleg viðbrögð sjóhersins við mögulegum viðbrögðum Rússa við því að breska herskipið HMS Defender sigldi inn í úkraínska lögsögu. Á öðru skjali mátti finna mögulegar áætlanir Breta um að senda herlið til Afganistan. Það var almennur borgari sem fann skjölin óvænt á bak við strætóstoppistöð í Kent. Segja ekkert óeðlilegt við skjölin Í svari varnarmálaráðuneytisins til breskra miðla segir að ekkert óeðlilegt sé við ferð herskipsins um svæði Úkraínu. Varnarmálaráðuneytið búi sig hins vegar vel undir allar ferðir og aðgerðir sínar og sé tilbúið með viðbrögð við öllum mögulegum aðstæðum. „Varnarmálaráðuneytið fékk upplýsingar um það í síðustu viku að skjöl sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar hefðu fundist af almennum borgara. Ráðuneytið tekur upplýsingaöryggi afar alvarlega og hefur hafið rannsókn á málinu. Starfsmaður okkar sem á hlut að málinu tilkynnti ráðuneytinu að skjölin hefðu týnst. Það væri óviðeigandi að ráðuneytið segði meira um málið,“ segir í svari ráðuneytisins. Af þessum orðum ráðuneytisins má helst ætla að umræddur starfsmaður hafi týnt skjölunum einhvers staðar utan ráðuneytisins. Mögulega á stoppistöðinni sem þau fundust aftur á.
Bretland Hernaður England Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira