Leyfðu sér ekki að missa vonina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 11:10 Umfangsmikil leit stóð yfir af bandarískum ferðamanni í gær og fyrradag. Vísir/Vilhelm Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst eftir tæplega sólarhrings leit í Geldingadölum í gærkvöld hefur það fínt og braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni. Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.” Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45
Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24