Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 12:51 Katrín Jakobsdóttir segir að sjaldan hafi verið aukið jafn hressilega í heilbrigðiskerfið og á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.” Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.”
Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira