Erlent

Prófa bólu­efni gegn Beta-af­brigðinu

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
AstraZeneca prófar nú bóluefni við Beta-afbrigði kórónuveirunnar.
AstraZeneca prófar nú bóluefni við Beta-afbrigði kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Bresk-sænski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur nú hafið prófanir á bóluefni gegn nýju afbrigði Covid-19, svokölluðu Beta-afbrigði veirunnar sem kennt er við Suður-Afríku.

Bóluefnið sem kallast AZD2816 var prófað í fyrsta sinn í dag, en alls munu 2.250 manns taka þátt í prófunum á efninu. Prófanir munu fara fram í Bretlandi, Suður-Afríku, Brasilíu og Póllandi.

Efnið verður gefið einstaklingum þremur mánuðum eftir að þeir hafa verið bólusettir með tveimur skömmtum af Vaxevria eða öðru mRNA bóluefni. Þeir einstaklingar sem hafa ekki þegar verið bólusettir, munu þurfa tvo skammta af efninu með fjögurra til tólf vikna millibili.

Sir Mene Pangalos, aðstoðarframkvæmdastjóri BioPharmaceuticals R&D segir mikilvægt að halda áfram að vera á undan stökkbreyttum afbrigðum kórónaveirunnar. „Að hefja prófanir á AZD2816 þýðir að við getum verið tilbúin ef þörf verður á bóluefninu í framtíðinni,“ segir Pangalos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×