Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 20:16 Sjúkraliði hugar að manni sem fékk hitaslag í borginni Salem í Oregon. Hitinn á svæðinu er meira en 16 gráðum yfir meðaltali þessa dagana. AP/Nathan Howard Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent