Strákarnir hafa verið nokkuð getspakir hingað til og spáðu meðal annars Dönum og Ítölum áfram í fyrstu leikjum 16-liða úrslita.
Á morgun mætast annars vegar Króatía og Spánn á Parken í Kaupmannahöfn, og hinsvegar Frakkland og Sviss í Búkarest.
Viðureign Króata og Spánverja hefst klukkan 16:00, en Frakkar og Svisslendingar mætast klukkan 19:00.
Spá þremenninganna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.