„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 07:31 Khris Middleton verðskuldaði spaðafimmu og vel það frá Giannis Antetokounmpo eftir sigurinn í nótt. AP/Curtis Compton Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum. Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir. NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir.
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum