„Ég held að við eigum eftir að sjá meira af þessu“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. júní 2021 11:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitin fimm sem greindust innanlands um helgina séu ekki þessi hefðbundnu innanlandssmit sem við höfum verið að sjá. „Þetta eru ferðamenn sem koma hér inn og eru að fá vottorð á leiðinni út úr landinu og greinast þá jákvæð.“ Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent