„Sögðu okkur að vera graðari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 22:12 Sævar Atli Magnússon, með fyrirliðabandið, skoraði tvö mörk í kvöld og er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni með átta mörk í sumar. vísir/hulda margrét „Þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir að liðið varð fyrst allra til að vinna Víking í sumar með 2-1 sigri í Breiðholti í kvöld, í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. „Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Körfubolti „Það er krísa“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar Sjá meira
„Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Körfubolti „Það er krísa“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar Sjá meira
Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11