Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 07:54 Andreas Norlén er forseti sænska þingsins og gegnir sem slíkur lykilhlutverki við myndun nýrrar stjórnar. EPA Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð.
Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund
Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25