Húsið er steinsteypt og byggt árið 1930 en í húsinu er ein elsta vörulyfta landsins sem gengur beint inn í íbúðina.
Mikil lofthæð er í íbúðinni og samkvæmt lýsingu hefur hún fullkomið hitunar- og loftræstikerfi sem og Bose hljóðkerfi.
Fasteignamatið er 80.5 miljónir en óskað er eftir tilboði í eignina. Samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá er eignin í eigu Perlu Properties ehf en félagið er 100% í eigu Svavars Ásbjörnssonar.
Hægt er að sjá nokkrar myndir hér fyrir neðan en nánari upplýsingar um eignina má finna hér.







