Lífið

Glæsileg loftíbúð á Hverfisgötunni með inngangi úr vörulyftu

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Glæsileg loftíbúð á Hverfisgötu þar sem gengið er inn í íbúðina í gegnum eina elstu vörulyftu landsins. 
Glæsileg loftíbúð á Hverfisgötu þar sem gengið er inn í íbúðina í gegnum eina elstu vörulyftu landsins.  Gunnlaugur A. Björnsson

Á fasteignavef Vísis má sjá glæsilega loftíbúð á efstu hæð á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs. Íbúðin er 214,4 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.

Húsið er steinsteypt og byggt árið 1930 en í húsinu er ein elsta vörulyfta landsins sem gengur beint inn í íbúðina. 

Mikil lofthæð er í íbúðinni og samkvæmt lýsingu hefur hún fullkomið hitunar- og loftræstikerfi sem og Bose hljóðkerfi. 

Fasteignamatið er 80.5 miljónir en óskað er eftir tilboði í eignina. Samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá er eignin í eigu Perlu Properties ehf en félagið er 100% í eigu Svavars Ásbjörnssonar.

Hægt er að sjá nokkrar myndir hér fyrir neðan en nánari upplýsingar um eignina má finna hér. 

Eldhúsið er opið og litríkt. Gunnlaugur A. Björnsson
Lyftan sem opnast beint inn í aðalrými íbúðarinnar er ein elsta vörulyftalandsins. Gunnlaugur A. Björnsson
Hátt er til lofts í íbúðinni sem er 214,4 fermetrar að stærð. Gunnlaugur A. Björnsson
Stofan, borðstofan og eldhúsið eru í opnu og fallegu rými. Hér sést í gömlu vörulyftuna sem er einn af tveimur inngöngum íbúðarinnar.Gunnlaugur A. Björnsson
Litríkt, ævintýralegt og stórt fataherbergi. Gunnlaugur A. Björnsson
Alls eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni.Gunnlaugur A. Björnsson
Baðherbergin í íbúðinni eru glæsileg og eru þau tvö talsins. Gunnlaugur A. Björnsson
Glæsilegt útsýni yfir miðbæinn og Hallgrímskirkju. Gunnlaugur A. Björnsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×