Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 14:48 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að hún muni ekki verða til þess að rjúfa trúnað um það sem fór fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem símtöl hennar og dómsmálaráðherra voru til umfjöllunar. Vísir/Vilhelm Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þetta segir hún í samtali við Vísi en í texta sem hún sendi frá sér nú rétt í þessu þar sem hún ítrekar það. Eins og fram hefur komið sat Halla Bergþóra fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna samtalsins þar sem hún greindi frá efni samtalsins. Trúnaður ríkti um hvað fór fram á þeim fundi en samkvæmt heimildum ríkisútvarpsins kom fram þar að ráðherra hafi innt lögreglustjóra eftir því hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar, þá væntanlega á upplýsingum lögreglu um að ráðherra hafi verið staddur í Ásmundarsal á Þorláksmessu í fyrra og brotið sóttvarnarlög. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur þetta til marks um óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að ég svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Vísi en í texta sem hún sendi frá sér nú rétt í þessu þar sem hún ítrekar það. Eins og fram hefur komið sat Halla Bergþóra fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna samtalsins þar sem hún greindi frá efni samtalsins. Trúnaður ríkti um hvað fór fram á þeim fundi en samkvæmt heimildum ríkisútvarpsins kom fram þar að ráðherra hafi innt lögreglustjóra eftir því hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar, þá væntanlega á upplýsingum lögreglu um að ráðherra hafi verið staddur í Ásmundarsal á Þorláksmessu í fyrra og brotið sóttvarnarlög. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur þetta til marks um óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að ég svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira