Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Huppuíss sem send var á fjölmiðla í morgun. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hafi sektað fyrirtækið um fimm milljónir króna fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni ísbúð fyrirtækisins. Sagði í ákvörðun Persónuverndar að vöktunin hafi farið fram í rými sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta.
Í tilkynningunni frá Huppu í morgun segir að vöktunin hafi farið fram þar sem ekki hafi verið hægt að „fyrirbyggja umferð óviðkomandi þar sem útidyr á starfsmannainngangi og lager voru ekki alltaf læstar og því var ákveðið að vakta svæðið“.
Beðnir innilegrar afsökunar
Ennfremur segir stjórnendur fyrirtækisins taki niðurstöðu Persónuverndar alvarlega og harmi að ekki skuli hafa verið gætt nægilega vel að friðhelgi starfsfólksins. Eru allir hlutaðeigandi beðnir innilegrar afsökunar á þessari yfirsjón.
„Fyrirtækið hefur þegar brugðist við niðurstöðu Persónuverndar og ráðist í framkvæmdir við þær úrbætur og breytingar sem krafist er af hálfu stofnunarinnar.“
Í ákvörðun Persónuverndar sagði Huppuís hafi verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hafi verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefði fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar.