Tárvot Serena þurfti að hætta leik á Wimbledon vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 09:32 Serena Williams rann á sleipum vellinum og þurfti að draga sig úr keppni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Serena Williams nær ekki sínum 24. risatitli á Wimbledon í ár en hún þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla í sjöundu lotu gegn Aliaksandra Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi. Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met. Tennis Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met.
Tennis Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira