Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 12:30 Jónas Óli, plötusnúður og eigandi b5, mun endurreisa staðinn á Hverfisgötunni. Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar. Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira
Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar.
Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira