Badmus er írskur landsliðsmaður. Hann verður 28 ára gamall á laugardaginn og er tveggja metra framherji, samkvæmt tilkynningu Tindastóls.
Badmus lék í bandaríska háskólakörfuboltanum með Fairmont State og Virginia Wise en hefur síðustu tímabil leikið í næstefstu og þriðju efstu deild Spánar.
Badmus og Sigtryggur Arnar Björnsson léku saman með Básquet Coruna í lok síðustu leiktíðar, í næstefstu deild Spánar, og þeir verða því áfram liðsfélagar á Sauðárkróki.
Auk Badmus og Arnars hefur Tindastóll fengið til sín Sigurð Gunnar Þorsteinsson eftir síðasta tímabil. Stólarnir höfnuðu í 8. sæti Dominos-deildarinnar og var sópað út af Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.