Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, er eini markvörður Evrópumótsins sem hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Raunar er það þannig að Pickford hefur ekki fengið á sig mark í síðustu níu leikjum. Hinn 27 ára gamli Pickford er á sínu öðru stórmóti með Englandi og virðist mun þroskaðri í dag en á HM í Rússlandi sumarið 2018. Pickford hefur oft á tíðum litið út fyrir að vera frekar óþreyjufullur og almennt frekar einbeitingarlaus. Segja mætti að tónlistarsmekkur markvarðarins hafi gefið ágætis lýsingu á honum en Pickford elskar góða reiftónlist. Ástin er það mikil að hann lét setja setninguna „Get the rave on“ á skóna sína. Í þessum skóm spilaði Pickford á sínum tíma.Enska knattspyrnusambandið Pickford sagði hins vegar í viðtali nýverið að hann hefði verið að vinna með íþróttasálfræðingi í allan vetur og væri mun yfirvegaðri í dag heldur en áður. Það hefur heldur betur sést á frammistöðum hans með Englands. Eftir að hafa haldið hreinu gegn Danmörku, Belgíu, Íslandi, Austurríki og Rúmeníu þá hefur hann einnig haldið hreinu gegn Króatíu, Skotlandi, Tékklandi og Króatíu á EM. England er komið í 8-liða úrslit eftir að vinna riðilinn og leggja svo Þýskaland 2-0 í 16-liða úrslitum. Pickford spilaði sinn þátt en hann varði vel frá Timo Werner í fyrri hálfleik ásamt því að grípa vel inn í þegar þess þurfti. Pickford varði vel frá Werner í sigri Englendinga á Þjóðverjum.EPA-EFE/Matt Childs Stóð hann sig það vel í leiknum að Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, valdi hann sem mann leiksins. „Ég hef gagnrýnt hann hjá Everton en hann er allt annar leikmaður með Englandi,“ segir Neville á Twitter. My MOM last night was Jordan Pickford and I also think he s been England s player of the tournament so far . I ve been critical of him with Everton but with he s a different player !— Gary Neville (@GNev2) June 30, 2021 Þá hefur David Seaman, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, hrósað kollega sínum í hástert. „Ég hef verið mjög hrifinn. Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann stóð sig vel í undankeppninni og hefur haldið því áfram. Pickford átti nokkrar stórar markvörslur í riðlakeppninni og 16-liða úrslitunum.“ „Ég nýt þess að horfa á hann spila og maður sér hvað sjálfstraustið hans hefur aukist. Ég tel hann þó ekki þurfa á meira sjálfstrausti að halda þar sem hann er mjög sjálfsöruggur maður,“ sagði Seaman í viðtali við Sky Sports. Pickford átti glæsilega markvörslu í markalausu jafntefli Englands og Skotlands.EPA-EFE/Andy Rain Pickford og enska landsliðið eiga góða möguleika á að fara tíu leiki án þess að fá á sig mark er England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 30. júní 2021 11:30 Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. 30. júní 2021 10:15 Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00 England kvað þýsku grýluna í kútinn og er komið áfram England er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins 2020 eftir að hafa slegið út Þýskaland 2-0 í 16-liða úrslitunum á Wembley í dag. Raheem Sterling og Harry Kane sáu um markaskorunina í síðari hálfleiknum. 29. júní 2021 17:51 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn
Hinn 27 ára gamli Pickford er á sínu öðru stórmóti með Englandi og virðist mun þroskaðri í dag en á HM í Rússlandi sumarið 2018. Pickford hefur oft á tíðum litið út fyrir að vera frekar óþreyjufullur og almennt frekar einbeitingarlaus. Segja mætti að tónlistarsmekkur markvarðarins hafi gefið ágætis lýsingu á honum en Pickford elskar góða reiftónlist. Ástin er það mikil að hann lét setja setninguna „Get the rave on“ á skóna sína. Í þessum skóm spilaði Pickford á sínum tíma.Enska knattspyrnusambandið Pickford sagði hins vegar í viðtali nýverið að hann hefði verið að vinna með íþróttasálfræðingi í allan vetur og væri mun yfirvegaðri í dag heldur en áður. Það hefur heldur betur sést á frammistöðum hans með Englands. Eftir að hafa haldið hreinu gegn Danmörku, Belgíu, Íslandi, Austurríki og Rúmeníu þá hefur hann einnig haldið hreinu gegn Króatíu, Skotlandi, Tékklandi og Króatíu á EM. England er komið í 8-liða úrslit eftir að vinna riðilinn og leggja svo Þýskaland 2-0 í 16-liða úrslitum. Pickford spilaði sinn þátt en hann varði vel frá Timo Werner í fyrri hálfleik ásamt því að grípa vel inn í þegar þess þurfti. Pickford varði vel frá Werner í sigri Englendinga á Þjóðverjum.EPA-EFE/Matt Childs Stóð hann sig það vel í leiknum að Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, valdi hann sem mann leiksins. „Ég hef gagnrýnt hann hjá Everton en hann er allt annar leikmaður með Englandi,“ segir Neville á Twitter. My MOM last night was Jordan Pickford and I also think he s been England s player of the tournament so far . I ve been critical of him with Everton but with he s a different player !— Gary Neville (@GNev2) June 30, 2021 Þá hefur David Seaman, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, hrósað kollega sínum í hástert. „Ég hef verið mjög hrifinn. Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann stóð sig vel í undankeppninni og hefur haldið því áfram. Pickford átti nokkrar stórar markvörslur í riðlakeppninni og 16-liða úrslitunum.“ „Ég nýt þess að horfa á hann spila og maður sér hvað sjálfstraustið hans hefur aukist. Ég tel hann þó ekki þurfa á meira sjálfstrausti að halda þar sem hann er mjög sjálfsöruggur maður,“ sagði Seaman í viðtali við Sky Sports. Pickford átti glæsilega markvörslu í markalausu jafntefli Englands og Skotlands.EPA-EFE/Andy Rain Pickford og enska landsliðið eiga góða möguleika á að fara tíu leiki án þess að fá á sig mark er England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fimm sem stálu fyrirsögnunum í 16-liða úrslitum Nú þegar 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa stolið fyrirsögnunum í síðustu leikjum mótsins. 30. júní 2021 11:30
Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. 30. júní 2021 10:15
Segir þá ensku finna lykt af gulli Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. 29. júní 2021 19:00
England kvað þýsku grýluna í kútinn og er komið áfram England er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins 2020 eftir að hafa slegið út Þýskaland 2-0 í 16-liða úrslitunum á Wembley í dag. Raheem Sterling og Harry Kane sáu um markaskorunina í síðari hálfleiknum. 29. júní 2021 17:51