200 hlauparar munu valsa um flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 22:34 Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, verður einn þeirra sem mun hlaupa á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Stöð 2 Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt. Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan.
Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira