Donald Rumsfeld er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 20:29 Donald Rumsfeld stendur hér við hlið George Bush árið 2008. AP/Susan Walsh Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart. Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira