Erlent

Misstu hið stolna Pi­casso-verk í gólfið á frétta­manna­fundi

Atli Ísleifsson skrifar
Picasso málaði Konuhöfuð árið 1939, en það er metið á um 2,4 milljarða íslenskra króna.
Picasso málaði Konuhöfuð árið 1939, en það er metið á um 2,4 milljarða íslenskra króna. EPA

Málverk eftir Pablo Picasso, sem kom í leitirnar á dögunum níu árum eftir að því var stolið af Listasafni Grikklands í Aþenu, féll í gólfið á blaðamannafundi grísku lögreglunnar þegar verið var að greina frá nýjustu tíðindum af rannsókn málsins.

Engum trönum var fyrir að fara á blaðamannafundinum, heldur hafði verkinu, Konuhöfði, verið tyllt á mjórri rönd á borði og tiltölulega lítinn stuðning til að geta staðið. Þar var einnig að finna annað verk, Myllu, eftir hollenska listmálarann Piet Mondarian sem hafði einnig verið stolið af sama manni árið 2012.

49 ára karlmaður er nú í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa stolið verkunum, en þau fundust í gljúfri í Keratea, um fimmtíu kílómetrum suðaustur af Aþenu. Hann stað sömuleiðis þriðja verkinu, eftir hinn ítalska Guglielmo Caccia, en hinn grunaði segir það hafa skemmst svo mikið hann hafi eytt því.

Konuhöfuð er metið á um 2,4 milljarða íslenskra króna, en Picasso sjálfur færði Grikkjum verkið að gjöf árið 1949 sem þakkarvott fyrir að hafa barist gegn uppgangi nasismans á tímum seinna stríðs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×