Störf án staðsetningar: næsta skref Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 1. júlí 2021 14:01 Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Í þessari vinnustofu gefst þeim sem búa á Suðurlandi og sækja vinnu hjá ríkinu á höfuðborgarsvæðinu að starfa alla vinnuvikuna eða hluta hennar í heimabyggð. Með þessu er stigið stórt skref í þróun þess sem í stjórnarsáttmála var nefnt störf án staðsetningar. Má í raun segja að nýr vinnustaður verði opnaður í lok sumars á Selfossi. Frá undirrituninni á Selfossi fyrr í dag. Störf án staðsetningar eru ný hugsun í stofnanakerfi ríkisins, hugsun sem skilur starfsemi frá steinsteypu og veitir fólki tækifæri til að starfa í heimabyggð, þeirri byggð þar sem þeim og fjölskyldum þeirra líður best. Störf án staðsetningar skapa tækifæri til þess að nýta hæfileika fólks hringinn í kringum landið og fá sjónarmið ólíkra landshluta á sterkari hátt inn í starf stofnana ríkisins. Tilraunaverkefnið á Selfossi veitir þeim sem búa á svæðinu tækifæri til að stunda vinnu sína án þess að þurfa að leggja á sig langan akstur yfir heiði sem getur verið grimm á vetrum. Í verkefninu felst að starfsmaðurinn minnkar akstur verulega með tilheyrandi lífsgæðaaukningu því fæstum okkar þykir gefandi að sitja lengi í bíl. Kolefnisbókhald starfsmannsins tekur einnig stakkaskiptum. Störf án staðsetningar er hugmyndafræði sem veitir byggðum landsins stórkostlegt tækifæri til að vaxa og dafna. Það samstarf sem felst í sameiginlegri undirritun ríkisins, sveitarfélagsins, Samtaka atvinnulífsins og einkaaðila á Selfossi færir stefnuna um störf án staðsetningar af hugmyndastiginu yfir í markvissar aðgerðir og uppbyggingu. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Byggðamál Árborg Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Í þessari vinnustofu gefst þeim sem búa á Suðurlandi og sækja vinnu hjá ríkinu á höfuðborgarsvæðinu að starfa alla vinnuvikuna eða hluta hennar í heimabyggð. Með þessu er stigið stórt skref í þróun þess sem í stjórnarsáttmála var nefnt störf án staðsetningar. Má í raun segja að nýr vinnustaður verði opnaður í lok sumars á Selfossi. Frá undirrituninni á Selfossi fyrr í dag. Störf án staðsetningar eru ný hugsun í stofnanakerfi ríkisins, hugsun sem skilur starfsemi frá steinsteypu og veitir fólki tækifæri til að starfa í heimabyggð, þeirri byggð þar sem þeim og fjölskyldum þeirra líður best. Störf án staðsetningar skapa tækifæri til þess að nýta hæfileika fólks hringinn í kringum landið og fá sjónarmið ólíkra landshluta á sterkari hátt inn í starf stofnana ríkisins. Tilraunaverkefnið á Selfossi veitir þeim sem búa á svæðinu tækifæri til að stunda vinnu sína án þess að þurfa að leggja á sig langan akstur yfir heiði sem getur verið grimm á vetrum. Í verkefninu felst að starfsmaðurinn minnkar akstur verulega með tilheyrandi lífsgæðaaukningu því fæstum okkar þykir gefandi að sitja lengi í bíl. Kolefnisbókhald starfsmannsins tekur einnig stakkaskiptum. Störf án staðsetningar er hugmyndafræði sem veitir byggðum landsins stórkostlegt tækifæri til að vaxa og dafna. Það samstarf sem felst í sameiginlegri undirritun ríkisins, sveitarfélagsins, Samtaka atvinnulífsins og einkaaðila á Selfossi færir stefnuna um störf án staðsetningar af hugmyndastiginu yfir í markvissar aðgerðir og uppbyggingu. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar