Héldu á villtum kópi fyrir sjálfsmynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða" Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 12:13 Kópurinn var villtur, ólíkt þessum á myndinni sem er tekin í Húsdýragarðinum. vísir/vilhelm Líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfsmynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðarfirði. Það geti hreinlega orðið til þess að urtan yfirgefi þá og þeir drepist í kjölfarið. Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn. Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn.
Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira