Traust til lögreglu Brynjar Níelsson skrifar 1. júlí 2021 12:07 Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar