Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 12:23 Enn eru um 145 manns saknað eftir að álma Champlain-turnsins á Surfside hrundi laugardaginn 24. júní. AP/Emily Michot/Miami Herald Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað. Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað.
Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13
Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42