Plaid og Roger Eno á leiðinni til landsins Ritstjórn Albúmm.is skrifar 1. júlí 2021 14:30 Plaid. Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 7. til 10. október en þetta er ellefta árið sem hátíðin er haldin. Hátíðin mun fara fram á nokkrum mismunandi stöðum í miðborginni. Þeirra á meðal eru Harpa (Kaldalón), Húrra og Auto en fleiri tónleikastaðir verða auglýstir síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni, allt frá tilraunakenndum listamönnum til klassískra listamanna. Þeirra á meðal eru Plaid, Roger Eno, Mixmaster Morris, BJARKI, Mathilde Caeyers & Arrtu Niemenen, Ingibjörg Elsa Turchi, Kjartan Hólm, Hekla, Hermigervill, Borgar Magnason, Harp & Arp, Skurken, Tonik Ensemble, Good Moon Deer, Brynjar Daðason & Hafdís Bjarnadóttir, MSEA, Soddill, Flaaryr, Hjaban, Klaki og fleiri. Mixmaster Morris. Extreme Chill hátíðin hefur sett markmið sín hærra með hverju ári. Hún hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um Ísland auk þess að hafa verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og videó/myndlistarmenn og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlistarhöfuðborg Íslands. Fjögurra daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík. Hátíðarpassinn kostar 11.900 kr og gildir á alla fjóra dagana. Hátíðarpassinn gildir líka á lokatónleika hátíðarinnar með hinni goðsagnakenndu rafsveit Plaid en þeir fara fram sunnudaginn 10. október. Hægt er að kaupa hátíðarpassa hér. Plaid. Lokatónleikar með Plaid Hin goðsagnakennda rafsveit Plaid með þeim félögum Ed Handley og Andy Turner mun spila á lokatónleikum hátíðarinnar á Húrra á sunnudeginum. Plaid eru einnig stofnmeðlimir The Black Dog. Árið 1991 skrifuðu Plaid undir plötusamning hjá breska útgáfurisanum Warp Records (Aphex Twin, Autechre, Boards Of Canada & Nightmares on Wax og fleiri). Plaid hafa unnið undir ýmsum dulnefnum, þeirra á meðal Atypic, Repeats og Balil, en hafa einbeitt sér að Plaid síðan 1995. Plaid hafa sent frá sér 17 plötur frá ‘Mbuki Mvuki’ frá 1991, til „Polymer frá 2019.Þeir hafa unnið með ýmsum listamönnum eins og: Björk, Bob Jaroc, Mara Carlyle, Nicolette, Felix’s Machines, Rahayu Supanggah, Random Dance, SARC, The London Sinfonietta og fleiri. Hægt er að kaupa miða á Plaid hér. Miðinn á tónleikana kostar 7900 krónur og hvetjum við alla til að tryggja sér miða á þessa raftónleika ársins á Íslandi sem fyrst (hátíðarpassinn gildir einnig á viðburðinn). Roger Eno. Roger Eno í Hörpu Tónleikar með Roger Eno fara fram föstudagskvöldið 8. október í Kaldalóni í Hörpu. Roger Eno á að baki yfir þriggja áratuga feril og 25 útgáfur, bæði eigin sólóplötur og samstarf við listamenn á borð við John Cale, Daniel Lanois og Brian Eno. Hann hefur hlotið tilfnefningu til BAFTA og tónlist hans má heyra í myndum á borð við Dune eftir David Lynch, Trainspotting og 9 1/2 Weeks. Tónlistin er myndræn, byggð á minimalískum píanóleik og má heyra áhrif frá alþýðutónlist jafnt sem neó-klassík. Roger Eno hefur ásamt bróðir sínum Brian Eno verið í fararbroddi umhverfistónlistar síðustu áratugi. Hægt er að kaupa miða á Roger Eno hér. Miðinn á tónleikana kostar 7900 krónur (hátíðarpassinn gildir einnig á viðburðinn). Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið
Hátíðin mun fara fram á nokkrum mismunandi stöðum í miðborginni. Þeirra á meðal eru Harpa (Kaldalón), Húrra og Auto en fleiri tónleikastaðir verða auglýstir síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni, allt frá tilraunakenndum listamönnum til klassískra listamanna. Þeirra á meðal eru Plaid, Roger Eno, Mixmaster Morris, BJARKI, Mathilde Caeyers & Arrtu Niemenen, Ingibjörg Elsa Turchi, Kjartan Hólm, Hekla, Hermigervill, Borgar Magnason, Harp & Arp, Skurken, Tonik Ensemble, Good Moon Deer, Brynjar Daðason & Hafdís Bjarnadóttir, MSEA, Soddill, Flaaryr, Hjaban, Klaki og fleiri. Mixmaster Morris. Extreme Chill hátíðin hefur sett markmið sín hærra með hverju ári. Hún hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um Ísland auk þess að hafa verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og videó/myndlistarmenn og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlistarhöfuðborg Íslands. Fjögurra daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík. Hátíðarpassinn kostar 11.900 kr og gildir á alla fjóra dagana. Hátíðarpassinn gildir líka á lokatónleika hátíðarinnar með hinni goðsagnakenndu rafsveit Plaid en þeir fara fram sunnudaginn 10. október. Hægt er að kaupa hátíðarpassa hér. Plaid. Lokatónleikar með Plaid Hin goðsagnakennda rafsveit Plaid með þeim félögum Ed Handley og Andy Turner mun spila á lokatónleikum hátíðarinnar á Húrra á sunnudeginum. Plaid eru einnig stofnmeðlimir The Black Dog. Árið 1991 skrifuðu Plaid undir plötusamning hjá breska útgáfurisanum Warp Records (Aphex Twin, Autechre, Boards Of Canada & Nightmares on Wax og fleiri). Plaid hafa unnið undir ýmsum dulnefnum, þeirra á meðal Atypic, Repeats og Balil, en hafa einbeitt sér að Plaid síðan 1995. Plaid hafa sent frá sér 17 plötur frá ‘Mbuki Mvuki’ frá 1991, til „Polymer frá 2019.Þeir hafa unnið með ýmsum listamönnum eins og: Björk, Bob Jaroc, Mara Carlyle, Nicolette, Felix’s Machines, Rahayu Supanggah, Random Dance, SARC, The London Sinfonietta og fleiri. Hægt er að kaupa miða á Plaid hér. Miðinn á tónleikana kostar 7900 krónur og hvetjum við alla til að tryggja sér miða á þessa raftónleika ársins á Íslandi sem fyrst (hátíðarpassinn gildir einnig á viðburðinn). Roger Eno. Roger Eno í Hörpu Tónleikar með Roger Eno fara fram föstudagskvöldið 8. október í Kaldalóni í Hörpu. Roger Eno á að baki yfir þriggja áratuga feril og 25 útgáfur, bæði eigin sólóplötur og samstarf við listamenn á borð við John Cale, Daniel Lanois og Brian Eno. Hann hefur hlotið tilfnefningu til BAFTA og tónlist hans má heyra í myndum á borð við Dune eftir David Lynch, Trainspotting og 9 1/2 Weeks. Tónlistin er myndræn, byggð á minimalískum píanóleik og má heyra áhrif frá alþýðutónlist jafnt sem neó-klassík. Roger Eno hefur ásamt bróðir sínum Brian Eno verið í fararbroddi umhverfistónlistar síðustu áratugi. Hægt er að kaupa miða á Roger Eno hér. Miðinn á tónleikana kostar 7900 krónur (hátíðarpassinn gildir einnig á viðburðinn). Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið