Óli Jóh hefur ekki unnið gamla lærisvein sinn í síðustu sjö leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 14:01 Ólafur Jóhannesson og Heimur Guðjónsson hafa mæst oft á síðustu árum. Samsett/Daníel/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson hefur tvisvar tekið við mjög góðu búi af Ólafi Jóhannessyni en það er líka langt síðan að Ólafur hefur unnið hann í deildarleik. Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson mætast í kvöld sem þjálfarar Vals og FH þegar liðin mætast í fyrsta leik elleftu umferðar Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þeir hafa áður mæst í innbyrðis leik þessara liða en þjálfuðu þá hitt liðið, Heimir lið FH og Ólafur lið Vals. Nú er Heimir með Valsliðið en Ólafur nýtekinn aftur við FH-liðinu. Það þarf að fara meira en sex ár aftur í tímann til að finna leik þar sem Ólafur Jóhannesson hafði síðast betur á móti Heimi Guðjónssyni í Pepsi Max deildinni. Það var í leik Vals og FH 17. maí 2015. Valur vann þá 2-0 sigur þökk sé tveimur mörkum Sigurðar Egils Lárussonar. Það var í fyrsta sinn sem Ólafur stýrði liði á móti FH síðan að hann hætti haustið 2007 eftir að hafa unnið fjóra fyrstu stóru titla félagsins. Heimir tók við af Ólafi og FH vann sex stóra titla til viðbótar undir hans stjórn. Ólafur tók við Val sumarið 2015 og undir hans stjórn vann Hlíðarendaliðið fjóra stóra titla á fyrstu fjórum tímabilunum. Ólafur hætti með Valsmenn eftir 2019 tímabilið og Heimir tók við. Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum á fyrsta ári alveg eins og hann hafði gert þegar hann tók við FH liðinu af Ólafi fyrir 2008 tímabilið. En frá þessum leik á Hlíðarenda í byrjun fyrsta tímabils Ólafs með Valsmenn þá hefur lítið gengið í leikjunum á móti hans gamla lærisveini. Þetta eru núna orðnir sjö deildarleikir í röð þar sem Ólafur hefur ekki náð að fagna sigri á móti Heimi og stigin eru 15-3, Heimi í vil í þessum sjö leikjum. Leikur Vals og FH hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 18.45 og eftir leikinn gerir Pepsi Max Stúkan hann upp á Stöð 2 Sport. Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7 Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson mætast í kvöld sem þjálfarar Vals og FH þegar liðin mætast í fyrsta leik elleftu umferðar Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þeir hafa áður mæst í innbyrðis leik þessara liða en þjálfuðu þá hitt liðið, Heimir lið FH og Ólafur lið Vals. Nú er Heimir með Valsliðið en Ólafur nýtekinn aftur við FH-liðinu. Það þarf að fara meira en sex ár aftur í tímann til að finna leik þar sem Ólafur Jóhannesson hafði síðast betur á móti Heimi Guðjónssyni í Pepsi Max deildinni. Það var í leik Vals og FH 17. maí 2015. Valur vann þá 2-0 sigur þökk sé tveimur mörkum Sigurðar Egils Lárussonar. Það var í fyrsta sinn sem Ólafur stýrði liði á móti FH síðan að hann hætti haustið 2007 eftir að hafa unnið fjóra fyrstu stóru titla félagsins. Heimir tók við af Ólafi og FH vann sex stóra titla til viðbótar undir hans stjórn. Ólafur tók við Val sumarið 2015 og undir hans stjórn vann Hlíðarendaliðið fjóra stóra titla á fyrstu fjórum tímabilunum. Ólafur hætti með Valsmenn eftir 2019 tímabilið og Heimir tók við. Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum á fyrsta ári alveg eins og hann hafði gert þegar hann tók við FH liðinu af Ólafi fyrir 2008 tímabilið. En frá þessum leik á Hlíðarenda í byrjun fyrsta tímabils Ólafs með Valsmenn þá hefur lítið gengið í leikjunum á móti hans gamla lærisveini. Þetta eru núna orðnir sjö deildarleikir í röð þar sem Ólafur hefur ekki náð að fagna sigri á móti Heimi og stigin eru 15-3, Heimi í vil í þessum sjö leikjum. Leikur Vals og FH hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 18.45 og eftir leikinn gerir Pepsi Max Stúkan hann upp á Stöð 2 Sport. Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7
Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira