Sancho er 21 árs gamall kantmaður og er í enska landsliðshópnum sem mætir Úkraínu í Róm á laugardagskvöld, í átta liða úrslitum Evrópumótsins.
Samkvæmt tilkynningu Dortmund nemur kaupverðið 85 milljónum evra (eða 73 milljónum punda) sem jafngildir tæplega tólf og hálfum milljarði íslenskra króna.
.
— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2021
We have agreed a deal in principle for the transfer of Jadon Sancho to United! #MUFC
Sancho verður þar með næstdýrasti, enski knattspyrnumaður sögunnar á eftir Harry Maguire sem United keypti frá Leicester árið 2019, fyrir 80 milljónir punda.
Koma Sancho til United ætti að auka samkeppnishæfni liðsins gagnvart Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn en City hagnast fjárhagslega á endurkomu leikmannsins til Manchesterborgar. Sancho var seldur frá City til Dortmund fyrir 10 milljónir punda fyrir fjórum árum en City fær 15% af kaupverðinu nú, eða 9,5 milljónir punda (1,6 milljarð króna).
Family @Sanchooo10
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 1, 2021
Welcome brother https://t.co/2SuivqPXSj pic.twitter.com/E3ZechvVXb
Sancho skoraði átta mörk í 26 leikjum í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð, og hefur alls skorað 38 mörk í 104 leikjum í þýsku 1. deildinni.