Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tregust til að afhenda gögn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júlí 2021 06:00 Skúli Þór, formaður NEL, segir að verið sé að reyna að leysa vandann í góðu. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við vinnslu fréttarinnar. Vísir Ágreiningur hefur verið uppi milli Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skyldu lögreglunnar til að afhenda nefndinni ákveðin gögn. Frá því að nefndin tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum hefur mikill tími farið í gagnaöflun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gögnin sem embættið virðist tregt til að afhenda nefndinni eru gögn í sakamálum sem eru til rannsóknar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig þannig ekki mega afhenda gögn sem tengjast málum í rannsókn til NEL, sem telur það hins vegar beinlínis skyldu lögreglunnar. Stórt embætti og mikið álag Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður NEL, segir við Vísi að nefndin eigi ekki í vandræðum með að fá sambærileg gögn afhent frá öðrum embættum lögreglunnar. „Þetta er náttúrulega stærsta embættið, mesta álagið og það er mest að gera hjá þeim. Maður hefur skilning á því og við erum að reyna að leysa þetta í góðu,“ segir Skúli. Erfitt að fá upptökurnar Þetta kom upp þegar Vísir spurði Skúla út í álit NEL á störfum lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu, því á meðal þess sem þar kom fram var hve langan tíma það tók nefndina að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglunnar afhentar. Þegar þær svo loks bárust kom í ljós að hluti hljóðsins hafði verið afmáður og segir Skúli að það hafi verið vegna þess að NEL hafi fengið sömu útgáfu senda og verjendur þeirra sem eiga hlut að málinu fengu. Þar hafði lögregla afmáð þann hluta upptakanna, sem ekki snerti málið beint, eins og samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðar ámælisvert. Nefndin óskaði þá eftir því að fá frumupptökurnar og fékk þær á endanum en varð á sama tíma að afhenda lögreglunni aftur upptökurnar sem hafði verið átt við. „Við urðum að skila þeim inn því við áttum ekki að fá upptökuna, sem við þó fengum, vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Skúli. Tefur nefndina óhóflega „En málið er að við höfum mjög skýrar heimildir til að fá gögn og við höfum mjög ríka þagnarskyldu á það sem við sjáum og heyrum,“ heldur hann áfram og telur það alveg skýrt í lögum að nefndin eigi rétt á öllum gögnum frá lögreglunni, meira að segja þeim sem sem eru í rannsókn vegna sakamála. „Því að sko – ef að við erum að fara að horfa á það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki afhenda okkur einhver gögn vegna þess að mál eru til rannsóknar þá erum við kannski ekki að fá gögn í einhverju máli í tvö ár eða eitthvað.“ Allsherjarnefnd segir lögin skýr Vandamálið virðist ekki nýtt af nálinni. Frumvarp um breytingar á löreglulögum voru samþykktar fyrir þinglok en í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið var fjallað um þetta atriði. Nefndin hafði þá fengið ýmsa aðila að borðinu, til dæmis meðlimi NEL, og hefur greinilega velt því fyrir sér hvort skerpa ætti það ákvæði í lögum sem kveður á um heimild nefndarinnar til að fá gögn afhent frá lögreglunni: „Fram komu sjónarmið um að svo virðist sem að embættin átti sig ekki á afhendingarskyldunni sem á þeim hvílir samkvæmt lögunum og þá fari mikill tími í gagnaöflun frá lögregluembættunum. Því þyrfti að kveða skýrt á um þá skyldu og undantekningar þar á ef einhverjar væru,“ segir í áliti nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar taldi þá ekki ástæðu til að skerpa á þessu atriði í lögum, það væri mjög skýrt nú þegar: „Meiri hlutinn bendir á að skv. 6. mgr. 8. gr. frumvarpsins yrði texti 5. mgr. 35. gr. lögreglulaga óbreyttur frá því sem nú er og telur ákvæðið vera skýrt um afhendingarskyldu embættanna. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi þess að nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum og fái þær upplýsingar sem hún þarf. Í þessu samhengi telur meiri hlutinn mikilvægt að embættin sem í hlut eiga séu meðvituð um hlutverk nefndarinnar.“ Ráðherra inni í málinu Skúli segir að NEL eigi í mjög góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið og að verið sé að reyna að leysa þessi mál svo nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði þá við Vísi fyrr í vikunni að hún hefði áður rætt og þyrfti að ræða betur um þessi mál við lögregluna. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við gerð fréttarinnar. Lögreglan Reykjavík Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Frá því að nefndin tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum hefur mikill tími farið í gagnaöflun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gögnin sem embættið virðist tregt til að afhenda nefndinni eru gögn í sakamálum sem eru til rannsóknar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig þannig ekki mega afhenda gögn sem tengjast málum í rannsókn til NEL, sem telur það hins vegar beinlínis skyldu lögreglunnar. Stórt embætti og mikið álag Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður NEL, segir við Vísi að nefndin eigi ekki í vandræðum með að fá sambærileg gögn afhent frá öðrum embættum lögreglunnar. „Þetta er náttúrulega stærsta embættið, mesta álagið og það er mest að gera hjá þeim. Maður hefur skilning á því og við erum að reyna að leysa þetta í góðu,“ segir Skúli. Erfitt að fá upptökurnar Þetta kom upp þegar Vísir spurði Skúla út í álit NEL á störfum lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu, því á meðal þess sem þar kom fram var hve langan tíma það tók nefndina að fá upptökur úr búkmyndavélum lögreglunnar afhentar. Þegar þær svo loks bárust kom í ljós að hluti hljóðsins hafði verið afmáður og segir Skúli að það hafi verið vegna þess að NEL hafi fengið sömu útgáfu senda og verjendur þeirra sem eiga hlut að málinu fengu. Þar hafði lögregla afmáð þann hluta upptakanna, sem ekki snerti málið beint, eins og samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðar ámælisvert. Nefndin óskaði þá eftir því að fá frumupptökurnar og fékk þær á endanum en varð á sama tíma að afhenda lögreglunni aftur upptökurnar sem hafði verið átt við. „Við urðum að skila þeim inn því við áttum ekki að fá upptökuna, sem við þó fengum, vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Skúli. Tefur nefndina óhóflega „En málið er að við höfum mjög skýrar heimildir til að fá gögn og við höfum mjög ríka þagnarskyldu á það sem við sjáum og heyrum,“ heldur hann áfram og telur það alveg skýrt í lögum að nefndin eigi rétt á öllum gögnum frá lögreglunni, meira að segja þeim sem sem eru í rannsókn vegna sakamála. „Því að sko – ef að við erum að fara að horfa á það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki afhenda okkur einhver gögn vegna þess að mál eru til rannsóknar þá erum við kannski ekki að fá gögn í einhverju máli í tvö ár eða eitthvað.“ Allsherjarnefnd segir lögin skýr Vandamálið virðist ekki nýtt af nálinni. Frumvarp um breytingar á löreglulögum voru samþykktar fyrir þinglok en í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarpið var fjallað um þetta atriði. Nefndin hafði þá fengið ýmsa aðila að borðinu, til dæmis meðlimi NEL, og hefur greinilega velt því fyrir sér hvort skerpa ætti það ákvæði í lögum sem kveður á um heimild nefndarinnar til að fá gögn afhent frá lögreglunni: „Fram komu sjónarmið um að svo virðist sem að embættin átti sig ekki á afhendingarskyldunni sem á þeim hvílir samkvæmt lögunum og þá fari mikill tími í gagnaöflun frá lögregluembættunum. Því þyrfti að kveða skýrt á um þá skyldu og undantekningar þar á ef einhverjar væru,“ segir í áliti nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar taldi þá ekki ástæðu til að skerpa á þessu atriði í lögum, það væri mjög skýrt nú þegar: „Meiri hlutinn bendir á að skv. 6. mgr. 8. gr. frumvarpsins yrði texti 5. mgr. 35. gr. lögreglulaga óbreyttur frá því sem nú er og telur ákvæðið vera skýrt um afhendingarskyldu embættanna. Meiri hlutinn áréttar mikilvægi þess að nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum og fái þær upplýsingar sem hún þarf. Í þessu samhengi telur meiri hlutinn mikilvægt að embættin sem í hlut eiga séu meðvituð um hlutverk nefndarinnar.“ Ráðherra inni í málinu Skúli segir að NEL eigi í mjög góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið og að verið sé að reyna að leysa þessi mál svo nefndin geti sinnt starfsskyldum sínum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði þá við Vísi fyrr í vikunni að hún hefði áður rætt og þyrfti að ræða betur um þessi mál við lögregluna. Ekki náðist í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við gerð fréttarinnar.
Lögreglan Reykjavík Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira