Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 19:01 Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Trumps, í dómsal í kvöld. AP/Seth Wenig Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01
Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent