Erlent

Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bagram-herstöðin.
Bagram-herstöðin. epa/Jawad Jalali

Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan.

Brottflutningur herliðsins gæti verið merki um að síðustu NATO hermennirnir hverfi fyrir fullt og allt frá Afganistan, að því er breska ríkisútvarpið segir. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið það út að síðustu Bandaríkjamennirnir verði farnir fyrir ellefta september næstkomandi sem er táknræn dagsetning í ljósi þess að innrásin var upphaflega gerð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum ellefta september 2001. 

Sumir hafa þó gagnrýnt þessa ákvörðun í ljósi þess að hersveitir Talíbana hafa gert strandhögg víða í Afganistan síðustu mánuði og nálgast nú höfuðborgina Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×