Innlent

„Þetta er bara rugl“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkviliðið birtir þessa mynd úr Mosfellsbæ með færslu sinni. Myndin sýnir líkast til stund á milli stríða við störf.
Slökkviliðið birtir þessa mynd úr Mosfellsbæ með færslu sinni. Myndin sýnir líkast til stund á milli stríða við störf. SHS

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu bauð góðan daginn á Facebook á áttunda tímanum í morgun. Greinileg þreytumerki má merkja á færslu slökkviliðsins sem gerir í stuttu máli upp annasaman sólarhring við störf.

„Við toppuðum síðasta sólarhring sem var þó mjög stór. 147 útköll á sjúkrabíla. Dagvaktin fór í 105 og næturvaktin 41. Þetta má fara niður en ekki upp. Þetta er bara rugl,“ segir í færslunni.

Rólegra hafi verið að gera á dælubílunum sem sinntu þremur minniháttar útköllum.


Tengdar fréttir

„Við skulum vona að þetta leiðindaástand sé að klárast“

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk boð um 82 sjúkraflutninga undanfarinn sólarhring. Þar af voru 28 forgangsverkefni og tvö í tengslum við Covid-19. Dælubílar voru kallaðir út tvisvar sinnum á sunnudag og aðfaranótt mánudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×