„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 13:01 KR er uppeldisfélag Kristófers Acox en hann neyddist til að rifta samningi við félagið í fyrra eftir að hafa unnið með því þrjá Íslandsmeistaratitla. vísir/bára „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær skuldar KR Kristófer enn 3,8 milljónir króna auk þess sem félaginu var gert að greiða allan málskostnað. „Ég veit ekki hvernig maður á að lýsa sigri í dómssal en það er alla vega gott að vita það að fleiri gátu séð það sem ég sá, og dæmt eftir því,“ segir Kristófer, ánægður með að fá loksins laun sín greidd. „Þetta var það eina sem var að allan þennan tíma. Fyrst það var ekki hægt að laga þetta á neinn annan hátt þá var þetta það eina í stöðunni.“ Kristófer er kominn í sumarfrí. Samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót en hann útilokar ekki að fara utan í atvinnumennsku fyrir næstu leiktíð.vísir/bára Kristófer fékk samningi sínum við KR rift í fyrra og gekk í raðir Vals. Samkvæmt samningnum átti hann að fá 600.000 krónur útborgaðar, fimmta dags hvers mánaðar, og í dómnum kemur fram að hann hafi verið eini leikmaður körfuknattleiksdeildar KR sem hafi átt að fá laun greidd alla mánuði ársins. Gerði þetta ferli allt mikið erfiðara Kristófer fékk hins vegar aldrei útborgað á réttum tíma og nánast alltaf mun lægri upphæð en samningurinn sagði til um. Á endanum fékk hann nóg en Kristófer segir ekki hafa verið auðvelt að standa í málarekstri gegn uppeldisfélaginu sínu: „Auðvitað ekki. Það gerði þetta ferli allt mikið erfiðara og var kannski líka ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að gera neitt fyrr. Ég vildi hlusta á fólkið og trúa því að þetta myndi lagast, því þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað er erfitt að fara í hart við félagið, alla leið í dómssal, og líka erfitt að svara fyrir sig gagnvart fólki sem veit ekki hvað hefur verið að gerast á bakvið tjöldin. Að geta ekki tjáð sig um þetta almennilega fyrr en núna að þetta er allt orðið opinbert. Fólk sér það þá að ég var ekki að stinga af fyrir einhvern meiri pening annars staðar. Það er bara erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað,“ sagði Kristófer sem vildi að málið yrði leyst utan dómsala en náði ekki samkomulagi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar KR. Kom á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt „Það var það sem ég óskaði eftir fyrst, þegar málið fór af stað síðasta haust. Við vorum búnir að hittast og reyna að ræða málin í einhverjar 3-4 vikur, en okkur samdi ekki um niðurstöðu. Þá var þetta það eina sem var hægt að gera ef ég ætlaði að fá eitthvað af því sem mér fannst ég eiga inni. Það kom mér í raun á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt. Það hefði verið skárra held ég að klára málið okkar á milli í stað þess að það verði opinbert og allir geti skoðað þetta. En þeir vildu ekki semja og þá var ég ekki að fara að draga neitt til baka,“ segir Kristófer. Kristófer átti ríkan þátt í að koma þremur KR-meistarafánum upp á vegg í DHL-höllinni en mætti þangað sem Valsari í vetur.vísir/bára dröfn Gamlir stuðningsmenn Kristófers, sem fögnuðu með honum Íslandsmeistaratitlinum þrjú ár í röð 2017-2019 (Kristófer var valinn leikmaður ársins tvö seinni árin), létu hann fá það óþvegið þegar Valur og KR mættust í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins nú í vor. Vona að fólk sjái betur af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið „Það hefur verið erfitt að geta ekki tjáð sig almennilega um þetta við neinn og fólk hefur bara þurft að taka stöðu með mér eða þeim,“ segir Kristófer, sem meðal annars var kallaður „Júdas“ af stuðningsmönnum KR. Hann vonar að dómurinn sýni hver hafi svikið hvern og að ákvörðun hans um að kveðja KR mæti nú meiri skilningi: „Ég ætla að vona það, þó að það [að vera kallaður Júdas] hafi nú bara verið „banter“ sem ég tók ekki inn á mig. Ég vona að fólk sem að hugsaði kannski að einhverju leyti þannig að ég væri bara að fara fyrir betri samning eða eitthvað, sjái betur núna af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið,“ segir Kristófer, ánægður með að dómur sé fallinn. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt ferli og maður hefur einhvern veginn alltaf haft þetta á bakvið eyrað, þó að þetta væri komið úr mínum höndum. Það var mjög mikill léttir að fá símtalið frá Jóni [Gunnari Ásbjörnssyni, lögmanni] í gær.“ Dominos-deild karla KR Dómsmál Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær skuldar KR Kristófer enn 3,8 milljónir króna auk þess sem félaginu var gert að greiða allan málskostnað. „Ég veit ekki hvernig maður á að lýsa sigri í dómssal en það er alla vega gott að vita það að fleiri gátu séð það sem ég sá, og dæmt eftir því,“ segir Kristófer, ánægður með að fá loksins laun sín greidd. „Þetta var það eina sem var að allan þennan tíma. Fyrst það var ekki hægt að laga þetta á neinn annan hátt þá var þetta það eina í stöðunni.“ Kristófer er kominn í sumarfrí. Samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót en hann útilokar ekki að fara utan í atvinnumennsku fyrir næstu leiktíð.vísir/bára Kristófer fékk samningi sínum við KR rift í fyrra og gekk í raðir Vals. Samkvæmt samningnum átti hann að fá 600.000 krónur útborgaðar, fimmta dags hvers mánaðar, og í dómnum kemur fram að hann hafi verið eini leikmaður körfuknattleiksdeildar KR sem hafi átt að fá laun greidd alla mánuði ársins. Gerði þetta ferli allt mikið erfiðara Kristófer fékk hins vegar aldrei útborgað á réttum tíma og nánast alltaf mun lægri upphæð en samningurinn sagði til um. Á endanum fékk hann nóg en Kristófer segir ekki hafa verið auðvelt að standa í málarekstri gegn uppeldisfélaginu sínu: „Auðvitað ekki. Það gerði þetta ferli allt mikið erfiðara og var kannski líka ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að gera neitt fyrr. Ég vildi hlusta á fólkið og trúa því að þetta myndi lagast, því þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað er erfitt að fara í hart við félagið, alla leið í dómssal, og líka erfitt að svara fyrir sig gagnvart fólki sem veit ekki hvað hefur verið að gerast á bakvið tjöldin. Að geta ekki tjáð sig um þetta almennilega fyrr en núna að þetta er allt orðið opinbert. Fólk sér það þá að ég var ekki að stinga af fyrir einhvern meiri pening annars staðar. Það er bara erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað,“ sagði Kristófer sem vildi að málið yrði leyst utan dómsala en náði ekki samkomulagi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar KR. Kom á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt „Það var það sem ég óskaði eftir fyrst, þegar málið fór af stað síðasta haust. Við vorum búnir að hittast og reyna að ræða málin í einhverjar 3-4 vikur, en okkur samdi ekki um niðurstöðu. Þá var þetta það eina sem var hægt að gera ef ég ætlaði að fá eitthvað af því sem mér fannst ég eiga inni. Það kom mér í raun á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt. Það hefði verið skárra held ég að klára málið okkar á milli í stað þess að það verði opinbert og allir geti skoðað þetta. En þeir vildu ekki semja og þá var ég ekki að fara að draga neitt til baka,“ segir Kristófer. Kristófer átti ríkan þátt í að koma þremur KR-meistarafánum upp á vegg í DHL-höllinni en mætti þangað sem Valsari í vetur.vísir/bára dröfn Gamlir stuðningsmenn Kristófers, sem fögnuðu með honum Íslandsmeistaratitlinum þrjú ár í röð 2017-2019 (Kristófer var valinn leikmaður ársins tvö seinni árin), létu hann fá það óþvegið þegar Valur og KR mættust í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins nú í vor. Vona að fólk sjái betur af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið „Það hefur verið erfitt að geta ekki tjáð sig almennilega um þetta við neinn og fólk hefur bara þurft að taka stöðu með mér eða þeim,“ segir Kristófer, sem meðal annars var kallaður „Júdas“ af stuðningsmönnum KR. Hann vonar að dómurinn sýni hver hafi svikið hvern og að ákvörðun hans um að kveðja KR mæti nú meiri skilningi: „Ég ætla að vona það, þó að það [að vera kallaður Júdas] hafi nú bara verið „banter“ sem ég tók ekki inn á mig. Ég vona að fólk sem að hugsaði kannski að einhverju leyti þannig að ég væri bara að fara fyrir betri samning eða eitthvað, sjái betur núna af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið,“ segir Kristófer, ánægður með að dómur sé fallinn. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt ferli og maður hefur einhvern veginn alltaf haft þetta á bakvið eyrað, þó að þetta væri komið úr mínum höndum. Það var mjög mikill léttir að fá símtalið frá Jóni [Gunnari Ásbjörnssyni, lögmanni] í gær.“
Dominos-deild karla KR Dómsmál Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn