Alls ekkert fár í Fnjóskadal og bóndinn saknar dýragarðsgesta Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2021 14:57 Guðbergur Egill Eyjólfsson, sem rekur dýragarðinn Daladýrð, segir fullfært vera í Fnjóskadal en að enginn komi í dalinn af ótta við vatnavexti í Fnjóská. Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð. Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Rekstraraðili í Fnjóskadal segir fréttaflutning af vatnavöxtum og ófærð í dalnum stórlega ýktan. Hann segir um sextíu bíla vera á bílastæðinu hjá honum undir venjulegum kringumstæðum en nú séu þeir bara þrír. Guðbergur segir tekjutap hans af fólksskorti í Fnjóskadal hlaupa á hundruðum þúsunda króna. Venjulega séu allt að tvöhundruð manns sem sækja dýragarðinn á dag en fjöldi gesta í dag nær ekki þriggja stafa tölu. Hann nefnir einnig að um helgina fari fram stórt fótboltamót og að í eðlilegu árferði sé þessi helgi jafnstór Verslunarmannahelginni. Ljóst er að fleiri rekstraraðilar í Fnjóskadal finna fyrir skorti á fólki og því má áætla að heildartekjutap í dalnum hlaupi á milljónum króna. Guðbergur segir sumarið annars hafa farið vel af stað hjá Daladýrð allt þar til kuldakastið mikla reið yfir fyrir um tveimur vikum. Síðan kom mikið hvassviðri og nú leysingar í Fnjóskánni. Nú er útlitið bjartara fyrir rekstraraðila í Fnjóskadal og nágrenni enda er mikið blíðviðri í kortunum fyrir norðan. Vatnshæð í Fnjóská komin í eðlilegt horf Veðurstofa Íslands staðfesti í samtali við fréttastofu að vatnshæðin í Fnjóská hafi snarlækkað frá klukkan sjö í morgun og hafi verið komin í eðlilegt horf um hádegi. Aðspurður segir sérfræðingur Veðurstofu að áin hafi verið óvenju fljót að ná sér. Ástæðu þess telur hann vera að leysingarnar orsökuðust af hraðri snjóbráðnun sökum hás hitastigs og mikils vinds. Þegar vindinn lægði dró úr hraða snjóbráðnunarinnar og þar sem ekki var um neina úrkomu að ræða minnkaði vatn í áni hratt. Veðurstofa og Almannavarnir funda í þessum rituðu orðum en starfsmaður Veðurstofu býst staðfastlega við að hættustigi varði aflétt á Norðurlandi að fundinum loknum. Fréttin verður uppfærð.
Veður Þingeyjarsveit Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira