Allir andstæðingar Íslands í sögu Þjóðadeildar enn með á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 14:01 Phil Foden og félagar mættu á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni en þá var Foden ekki búinn að aflita hárið sitt. Foden var svo rekinn heim frá Íslandi eftir brott á sóttvarnareglum. Getty/Hafliði Breiðfjörð Íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Þjóðadeildinni í fótbolta karla en þar hafa andstæðingarnir líka verið fjórar af bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira